Félagsmálanefnd

168. fundur 15. janúar 2018 kl. 15:18 - 15:18 Eldri-fundur

168. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 15. janúar 2018 og hófst hann kl. 12:00.

Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir, formaður, Randver Karlsson, aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir, aðalmaður, Davíð Ágústsson, varamaður, Hrönn A Björnsdóttir, varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hrönn Arnheiður Björnsdóttir varamaður.

Dagskrá:

1. Til umsagnar 26. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir - 1801007
Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar fagnar þeirri athygli sem málefni fatlaðra fá í tillögum að löggjöf á þeim vettvangi og til meðferðar eru á Alþingi.

Á hinn bóginn lýsir félagsmálanefnd áhyggjum af fyrirliggjandi tillögum á stjórnsýslu og fjárhag víðfeðmari sveitarfélaga eins og Eyjafjarðarsveitar og möguleikum þess til þess að axla með fullnægjandi hætti öll þau verkefni sem lagafrumvörpin fela í sér.

Telur nefndin sérstakt tilefni til að fjallað verði sérstaklega um þessa þætti í löggjafarvinnunni.

2. Til umsagnar 27. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga - 1801008
Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar fagnar þeirri athygli sem málefni fatlaðra fá í tillögum að löggjöf á þeim vettvangi og til meðferðar eru á Alþingi.

Á hinn bóginn lýsir félagsmálanefnd áhyggjum af fyrirliggjandi tillögum á stjórnsýslu og fjárhag víðfeðmari sveitarfélaga eins og Eyjafjarðarsveitar og möguleikum þess til þess að axla með fullnægjandi hætti öll þau verkefni sem lagafrumvörpin fela í sér.

Telur nefndin sérstakt tilefni til að fjallað verði sérstaklega um þessa þætti í löggjafarvinnunni.

3. Ósk um styrk vegna "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál" - 1801010
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til samræðuþingsins "Konur upp á dekk" að upphæð kr. 10.000,-

4. Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2018 - 1711026
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Aflsins vegna ársins 2018 að fjárhæð kr. 50.000,-

5. Saman hópurinn - Styrkbeiðni 2018 - 1711027
Félagsmálanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði styrkur til Saman hópsins vegna ársins 2018 að fjárhæð kr. 20.000,-

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15

Getum við bætt efni síðunnar?