163. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. febrúar 2016 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir formaður, Randver Karlsson aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir .
Dagskrá:
1. 1601008 - Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2016
Beiðni um fjárstuðning frá Stígamótum. Erindinu hafnað í ljósi þess að styrkur er veittur til Aflsins sem er í heimabyggð og veitir sambærilega þjónustu.
2. 1511027 - Framkvæmdaáætlun vegna jafnréttisáætlunar
Drög að framkvæmdaáætlun voru lögð fram. Áætlunin verður uppfærð og send jafnréttisstofu. Sveitarstjóra falið að sjá um framkvæmd.
3. 1602007 - Þjónusta við aldraða
Nefndin beinir því til sveitarstjónar að farið verði í gagngera endurskoðun á málefnum aldraðra í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:07