162. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 1. desember 2015 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Málfríður Stefanía Þórðardóttir formaður, Randver Karlsson aðalmaður, Adda Bára Hreiðarsdóttir aðalmaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Þórdís Rósa Sigurðardóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hafdís Pétursdóttir .
Dagskrá:
1. 1511019 - Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016
Samþykkt var að veita Kvennaathvarfinu rekstrarstyrk kr. 150.000 fyrir komandi starfsár.
2. 1511026 - Starfsáætlun félagsmálanefndar 2015-2016
Starfsáætlun lögð fram til kynningar. Fyrsta verkefnið verður að gera mat á stöðunni innan málaflokks aldraðra.
3. 1511027 - Jafnréttisstofa óskar eftir framkvæmdaáætlun vegna jafnréttisáætlunar
Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins hafði þegar verið afhent Jafnréttisstofu þegar hún óskaði eftir henni.
Tímasett framkvæmdaáætlun verður lögð fram á næsta fundi nefndarinnar um mánaðarmótin janúar/febrúar 2016.
4. 1511031 - Erindi frá HSN-heimahjúkrun vegna afleysinga í heimaþjónustu
Mikilvægt er að sveitarfélagið tryggi samfellda þjónustu allan ársins hring.
5. 1508020 - Skýrsla um niðurstöðu könnunnar um stöðu leiguíbúða í eigu sveitarfélaga 2014
Skýrsla um stöðu leiguíbúða í eigu sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
6. 1511018 - Þjónusturáð um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50