Félagsmálanefnd

144. fundur 11. júní 2012 kl. 09:20 - 09:20 Eldri-fundur

144. fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 5. júní 2012 og hófst hann kl. 16:30.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir formaður, Hafdís Hrönn Pétursdóttir aðalmaður, Snæfríð Egilson aðalmaður, Bryndís þórhallsdóttir aðalmaður og Bjarni Kristjánsson aðalmaður.
Fundargerð ritaði:  Hafdís Hrönn Pétursdóttir, .

Dagskrá:

1.  1205020 - Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2012
 Félagsmálanefnd hefur engan fjárhagslið sem heimilar henni styrkveitingar.  Nefndin mælir hinsvegar með því að Eyjafjarðarsveit veiti Aflinu styrk.  Enda þess dæmi að þjónustan hafi verið nýtt af íbúum sveitafélagsins.
   
2.  0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
 Tillaga félagsmálanefndar að jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar afgreidd til samþykktar í sveitastjórn.  Vinna við drög að stefnumótun lokið.  Stefnt verður að því að leggja fullmótaða stefnumótun fyrir næsta sveitastjórnarfund.
   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40

Getum við bætt efni síðunnar?