139 . fundur félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 31. janúar 2012 og
hófst hann kl. 16:15.
Fundinn sátu:
Hugrún Hjörleifsdóttir, Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Snæfríð Egilson og Bjarni Kristjánsson.
Fundargerð ritaði: Hafdís Hrönn Pétursdóttir, .
Dagskrá:
1. 1111009 - öryggi barna hjá dagforeldrum: Framkvæmd reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr.
907/2005
Nefndin felur sveitarstjóra að kanna með hvað hætti þessu eftirliti mun verða sinnt hjá Akureyrarbæ og hvort
hægt er að gera samning við bæinn um sambærilegt eftirlit hér. Nefndin tekur málið síðan til endurskoðunar og umfjöllunar
þegar svör hafa borist.
2. 1009015 - Endurskoðun á jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Farið var yfir drög að jafnréttisáætlun og tillögur Ingibjargar Elíasdóttur að breytingum. Formanni falið að samræma
frekar áætlunina miðað við þær ábendingar sem hafa komið fram.
3. 0804003 - Stefnumótun fyrir félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
Umfjöllun frestað til næsta fundar.
4. 1101004 - Skólatröð 2 - félagsleg íbúð
Nefndin felur sveitarstjóra að auglýsa félagslegu íbúðina að Skólatröð 2 til leigu frá og með 1. mars nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00