árið 2010, þriðjudaginn 6. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 78. fundar að óseyri
2, Akureyri.
í framhaldi af sveitarstjórnarkostningunum í vor hafa sveitarstjórnir sem standa að rekstri Byggingarfulltrúaembættis
Eyjafjarðarsvæðis tilnefnt eftirtalda aðila í byggingarnefnd.
Fyrir:
Aðalmenn: Varamenn:
Eyjafjarðarsveit árni Kristjánsson Hreiðar Bjarni
Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Elmar Sigurgeirsson Bjarki árnason
Hörgársveit Egill Bjarnason
Klængur Stefánsson
Svalbarðsstrandarhr. Björn Ingason Sveinn H. Steingrímsson
Grýtubakkahrepp Hermann Jónsson Pálmi Laxdal
Byggingarfulltrúi setti fund og bauð menn velkomna til þessa fyrsta fundar í nýkjörinni byggingarnefnd. Fyrsta mál
nýrrar byggingarnefndar er að kjósa formann og varaformann. Tillaga kom fram hjá byggingarfulltrúa að árni Kristjánsson verði formaður og
Egill Bjarnason varaformaður. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Formaður tók síðan við fundarstjórn. ákveðið var að hafa fasta fundardaga fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og aukafund
hálfum mánuði síðar þá mánuði sem flest erindi berast, ef þörf krefur. Síðan var gengið til dagskrár.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Kristinn Skúlason, Fannagili 15, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhúsið Sunnuhvol við Grenivík, samkvæmt
teiknigum eftir árna Gunnar Kristjánsson, dags. 14. júní 2010, verk nr. á03-101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Sigrún Stefánsdóttir og Birgir Stefánsson, Langholti 2, Akureyri, sækja um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr.
16. í Heiðarbyggð, Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, verk nr. 100303.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. úlfar Guðmundsson, Helgamagrastræti 10, Akureyri, leggur fyrir breyttar teikningar frá Opus teikni-& verkfræðistofu af fjagra
íbúða húsi fyrir ferðaþjónustu að Halllandsnesi, en erindinu var frestað á fundi byggingarnefndar 8. júní s.l. vegna athugasemda
við teikningarnar.
Byggingarnefnd telur að þær breytingar sem gerðar hafa verið á teikningunum hvað varðar glugga á herbergjum fullnægi nú kröfum
byggingarreglugerðar og samþykkir erindið. Nefndin bendir á að reynist loftræsting úr herbergjum sem loftræst eru út í yfirbyggðan gang
ekki nægjanleg, verði bætt úr því með vélrænni loftræstingu.
4. Sigurgeir Garðarsson ehf, Staðarhóli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum á
íbúðarhúsinu á Staðarhóli og sambyggðri skemmu, sbr. erindi nr. 5, 16.03.2010. Einnig er sótt um að byggingum verði skipt upp í 4
sjálfstæðar eignir með eignarskiptayfirlýsingu. Teikningar eru frá ívari Ragnarssyni dags. 15.03.2010, verk nr. 09-301.
Byggingarnefnd samþykkir erindiðfyrir sitt leyti.
5. Harry Reynir ólafsson, Grænumýri 3, Akureyri, sækir um leyfi fyrir aðstöðuhúsi á jörðinni Miklagarði,
Eyjafjarðarsveit. Húsið hefur verið flutt frá eyðibýlinu Kambfelli, Eyjafjarðasveit. Meðfylgjandi afstöðumynd sýnir fyrirhugaða
staðsetningu á húsinu sem hlotið hefur afgreiðslu skipulagsyfirvalda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Eiríkur Sigfússon, Sílastöðum, Hörgársveit, sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám sem nota á
vegna þjónustu við sumarhúsin í Fögruvík, Pétursborg, Hörgársveit.
Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi í eitt ár.
7. Helgi Jóhannsson Sílastöðum II, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir að innrétta tær íbúðir
á efri hæð íbúðarhússins að Sílastöðum II, til útleigu í ferðaþjónustu. Teikning af grunnplani
hæðarinnar fylgir frá Loga Má Einarssyni dags. 22.06.2010.
Byggingarnefnd samþykkir þær breytingar á hæðinni sem teikningin sýnir, en fer fram á að skilað verði inn teikningum af öllu
húsinu ásamt skráningartöflu.
8. Helgi Jóhannsson, Sílastöðum II, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir 20 fermetra húsi sem nota á í
ferðaþjónustu. Húsið er staðsett á landspildu sem fylgir íbúðarhúsinu á Sílastöðum II og var samþykkt
tímabundið 21. júlí 2004. Meðfylgjandi er teikning frá Loga Má Einarssyni, dags. 22.06.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
9. Helgi Jóhannsson Sílastöðum II, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir 77.7 fermetra húsi, samsett úr tveimur
íbúðagámum sem settir hafa verið niður á landspildu íbúðarhússins að Sílastöðum II. Húsið á
að nota til útleigu í ferðaþjónustu. Teikningar eru frá Loga Má Einarssyni, dags. 22.06.2010.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu á erindinu þar sem ekki liggur fyrir samþykki skipulagsyfirvalda. Nefndin bendir umsækjanda á að hús eða
húshlutar sem framleidd eru í verksmiðju eða utan lóðar eiga að bera vottun eða umsögn frá viðurkenndum aðila sbr. gr. 120 og 121 í
byggingarreglugerð.
10. Jón Pétur ólafsson, Staðartungu, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á jörðinni
Staðartungu, samkvæmt teikningum frá teiknistotunni Kvarða, Hringbraut 17, Hafnarfirði, dags. maí 2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
11. Jósavin H. Arason, Arnarnesi, Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir að breyta fjósi á jörðinni Arnarnesi í
ferðatengda þjónustu. Meðfylgjandi er teikning undirrituð af Birgi águstssyni sem sýnir breytingarnar.
Byggingarnefnd samþykkir erindiðfyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30