árið 2009, þriðjudaginn 1. september, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 74. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Formaður, árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.
1. Stefán Tryggvason, þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir breytingum á
íbúðarhúsi og byggja tengibyggingu og bílgeymslu við það, á jörðinni þórisstöðum, samkvæmt meðfylgjandi
teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 27.08.2009, verk nr. 09-308.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Jón Bjarnason, Holtateigi 36, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhúsið Bjarnaborg, Svalbarðseyri,
samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Birgi ágústsson, dags. apríl 2008.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. Tómas Ingi Olrich, París, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi og bílskúr að Knarrarbergi,
Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Birgi ágústsson, dags. júlí 2009.
Byggingarnefnd samþykkir erindið. Jafnframt falla úr gildi teikningar sem samþykktar voru 7.10.2008.
4. Arnheiður Jónsdóttir, Birkilundi 5, Akureyri, sækir um leyfi fyrir gestahúsi á jörðinni Borgarhóli
III, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Mannvit verkfræðistofu, dags. 1. júlí 2009, verk nr. 3.141.255.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Arnheiður Jónsdóttir, Birkilundi 5, Akureyri, sækir um leyfi fyrir garðhúsi á jörðinni
Borgarhóli III, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá framleiðanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Vilberg Jónsson, Kommu, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja Kaplaskjól/geymslu að Kommu, samkvæmt
meðfylgjandi teikningu eftir Jónas Vigfússon dags. 30.08.2009, verk nr. 2009.03.
Byggingarnefnd samþykkir byggingu hússins en gerir athugasemd við að samkvæmt byggingarlýsingu á að grafa niður símastaura sem
undirstöður, en í gr. 123.4 segir að undirstöður skuli vera steyptar.
7. Rikarður G. Hafdal, Glæsibæ 2, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir breytingu á refahúsi í
hesthús og byggja reiðskemmu við það á Glæsibæ 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá ívari Ragnarssyni, dags. 26.08.2009, verk nr.
09-1201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. Félagsbúið Hlaðir, Hlöðum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingum við
fjós á jörðinni Hlöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir ívar Ragnarsson, dags. 25.08.2009, verk nr. 09-504.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
9. Elfa Björk Ragnarssdóttir, Brúnastöðum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu
við íbúðarhúsið á Brúnastöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir ívar Ragnarsson, dags. 17.08.2009, verk nr.
09-301.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
10. Jónína Sverrisdóttir og Jón Páll Tryggvason, Reykjasíðu 5, Akureyri, sækja um leyfi fyrir
einbýlishúsi með innbyggðum bílskúr á lóð úr landi Bjarga, Arnarneshreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus
teikni-& verkfræðistofu, dags. 24.07.2009, verk nr. 090304.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15.
árni Kristjánsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Egill Bjarnason
Jósavin Gunnarsson