Byggingarnefnd

19. fundur 21. desember 2007 kl. 15:12 - 15:12 Eldri-fundur

árið 2007, miðvikudaginn 19. desember, kl. 10.00, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 64. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Ferðafélagið Fjörðungur, áshóli, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja sæluhús fyrir ferða- og gangnamenn úr timbri á Látrum á Látraströnd (á grunni gamla bæjarins), samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Svanlaugi Sveinssyni, sbr. 1. tölulið 59. fundar frá 5. júní 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. Skarphéðinn Hjálmarsson, Fífutungu 2, ísafirði, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 1 á skipulögðu íbúðarsvæði á jörðinni Heiðarholti, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 13.03.2007, verk nr. 07-305.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

3.Snæbjörn þórðarson, Steinahlíð 7A, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á lóð nr. 9 í Heiðarbyggð á jörðinni Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Adam Traustason, dags. des. 2007, verk nr. 0979-00-0101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Sigurjón H. Jónssn, Holtagötu 9, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð í Vaðlabyggð, Móafell, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu verk nr. 06-306.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en gerir athugasemd við, að staðsetning á hurð við efribrún stiga að kjallara er ekki ásættanleg og samkvæmt byggingarreglugerð á að vera millirými milli bílskúrs og íbúðarrýmis.

5. Ektafiskur ehf, ásholti 3, Hauganesi, sækir um leyfi fyrir geymslukjallara undir sumarhús á lóð nr. 38 í Kotabyggð, Svalbarðstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu arkitektúr-hönnun, dags. 29.09.06, breyting dags. 21.11.07. ( steyptur var kjallari undir hluta hússins þegar það var byggt, en byggingarskilmálar gerðu ekki ráð fyrir kjöllurum).
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda hefur byggingarskilmálum verið breytt þannig að kjallarar rúmast nú innan þeirra.

6. Stefán Magnússon, Fagraskógi , Arnarneshreppi, sækir um leyfi fyrir að breyta hlöðu í geldneytahús á jörðinni Fagraskógi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá H.S.á. teiknistofu, ívari Ragnarssyni dags. 18.12.07, verk nr. 07-503.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda verði teikningar lagfærðar miðað við kröfur frá eldvarnareftirliti.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00


árni Kristjánsson    Egill Bjarnason    Pálmi Laxdal
Klængur Stefánsson    Kristján Kjartansson    Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?