árið 2007, þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 63. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Oddgeir ísaksson Melgötu 6, Grenivík, sækir um leyfi fyrir sólskála viðbyggingu við íbúðarhúsið að Melgötu 6, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá AVH teiknistofu dags. 10.06.2007. Fyrir liggur bréf frá sveitarstjórn, þar sem fram kemur að engar athugasemdir voru gerðar vegna grenndarkynningar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Sigurður þengilsson álfheimum 70 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr.10 í Sunnuhlíð, Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 15.10.2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir, sækja um leyfi fyrir að skipta húsnæði Safnasafnsins, þinghúsinu á Svalbarðsströnd og viðbyggingum við það, ásamt Gömlubúð, í tvær fasteignir samkvæmt meðfylgjandi eignaskiptayfirlýsingu frá árna Gunnari Kristjánssyni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Fjárfestingafélagið Gaumur ehf, Suðurlandsbraut 48, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir garðhúsi á lóð Sunnuhváls Svalbarðsstrandarhrepp, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá AVH teiknistofu, dags. 11.10.2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
5. Jóhannes R. Sigtryggsson Sandhólum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir geldneytahúsi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Baldvin Einarssyni dags. okt. 2007 . Húsið verður sett ofan á haughús sem byggt var fyrir nokkrum árum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Hjalti Steinn Gunnarsson Höfðaborg, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir garðhúsi á lóð nr. 5-B, Höfðaborg í landi Hólshúsa Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi eru týputeikningar frá framleiðanda af húsinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
7. ólafur Stefánsson Sunnuvegi 5A, þórshöfn, sækir um leyfi fyrir breytingu á innra skipulagi í áður samþykktu einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Sunnutröð, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækniþingi ehf, dags. 15.10.2007, verk nr. 05.40.00.04, sbr. 8. tölulið 44. fundar frá 4. okt. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en breyta þarf teikningu þannig, að stærð geymslu (geymslna) verði að lágmarki 6 fermetrar.
8. þríhyrningur ehf, þríhyrningi, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir breytingu á yfirbyggðum flatgryfjum í geldneytahús á jörðinni þríhyrningi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Magnúsi Sigsteinssyni dags. 27.09.2007, verk nr. 0973-10.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00
árni Kristjánsson Egill Bjarnason Pálmi Laxdal
Klængur Stefánsson Kristján Kjartansson Jósavin Gunnarsson