Byggingarnefnd

61. fundur 23. ágúst 2007 kl. 12:44 - 12:44 Eldri-fundur
árið 2007, þriðjudaginn 21. ágúst, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 61. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Golfklúbburinn Hvammur, (þórður Stefánsson, Grenivík), sækir um leyfi til að setja niður hús við golfvöllinn í Hvammi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum og afstöðumynd, gerðri af Edwin Roald Rögnvaldsson, dags. 24.01.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um skil á fullunnum teikningum.

2. Hestamannafélagið þráinn, (Sigurbjörn þ. Jakobsson, Grenivík), sækir um leyfi til að byggja reiðskemmu á lóð nr. 9 við Kaplaskjól, Grenivík, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá þorsteini Friðþjófssyni, dags. 24.04.2007, verk nr. 07-301b.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

3. Birgir Már Birgisson, Miðgörðum 8, Grenivík, sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóð nr. 8 við Miðgarða, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. sept. 1988, breyting 06.06.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Jónas Steingrímsson, Borgarsíðu 23, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús á lóð nr. 12 í landi Sunnuhlíðar, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá teiknistofunni Form dags. 10.04.2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Einn + tveir ehf, Steinatröð 1, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 46 við Kotabyggð í Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá teiknistofunni Form, dags. 15.08.2007, verk 88.12.
Byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði teikningar lagfærðar í samræmi við byggingarskilmála á skipulagssvæðinu. Fram kemur í afgreiðslu eldvarnareftirlits að ekki verður um frekari samþykktir á húsnæði í þessari byggð fyrr en gerð hefur verið grein fyrir slökkvivatni á svæðinu.

6. Félagsbúið Holtssel sf, Holtsseli, Eyjafjarðarsveit (Björn Jóhannsson f.h. umsækjanda), sækir um leyfi fyrir breytingu á innréttingu, stækkun á gestamóttöku o.fl. í matshluta 14 (ísgerð) á jörðinni Holtsseli, Eyjafjarðarsveit, með bréfi dags. 12. ágúst 2007, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Birni Jóhannssyni, verk nr H05001.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins vegna athugasemda frá eldvarnaeftirlitinu.  í því samhengi er vísað til gátlista frá Slökkvistöð Akureyrar, dags. 16. ágúst 2007, þar sem gerðar eru athugasemdir við fram lagðar teikningar.  Byggingarfulltrúi sendi hönnuði (BJ) gátlistann ásamt tilkynningu um að leiðréttar teikningar þyrftu að berast fyrir næsta fund byggingarnefndar, þriðjudaginn 21. ágúst 2007.  
í bréfi frá Birni Jóhannssyni (BJ) til byggingarnefndar, dags. 20.08. 2007 er réttmæti athugasemda eldvarnareftirlits dregið í efa, en Magnús Viðar Arnarsson, yfireldvarnareftirlitsmaður svarar þeim efasemdum með bréfi dags. 21. ágúst 2007 þar sem hann rökstyður fyrri athugasemdir.
í niðurlagi bréfsins er óskað eftir jákvæðri umfjöllun byggingarnefndar vegna þeirra breytinga sem sótt er um leyfi fyrir.  Nefndin tekur ekki efnislega afstöðu til erindisins fyrr en niðurstaða liggur fyrir vegna athugasemda um eldvarnir og frestar því afgreiðslu þess eins og fyrr segir.  Jafnframt átelur byggingarnefnd að framkvæmdum skuli að mestu vera lokið og húsnæðið tekið í notkun án þess að samþykki nefndarinnar lægi fyrir á þeim breytingum sem nú er sótt um.

7. Ingvar Karlsson, Auðbrekku 2, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að breyta útliti á áður samþykktum bílskúr við íbúðarhúsið að Auðbrekku 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 31.07.2007, verk nr. 07-1101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Sigurður Lárusson, Huldugili 6, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 4 við B-Götu á jörðinni Steðja, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni-& verkfræðistofu, dags. 12.06.2007, verk nr. 060902.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00

Reynir Björgvinsson    Egill Bjarnason
Klængur Stefánsson    Kristján Kjartansson
Hermann Jónsson      Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?