árið 2007, þriðjudaginn 6. mars, kl. 13:30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 56. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Gestur Davíðsson, Reykjarsíðu 4, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 4, við Sunnuhlíð, Grenivík, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 22.01.07.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en felur byggingarfulltrúa að fá teikningarnar lagfærðar vegna uppgöngu á svefnloft, merkingar á björgunaropi á svefnlofti og handrið á stoðvegg.
2. Snorri Kristinsson, Jörvabyggð 12, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 6, við Sunnuhlíð, Grenivík, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá MarkStofu ehf, (Magnús H. ólafsson), dags. 26. febrúar 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. Jónas örn Steingrímsson, Borgarsíðu 23, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 12, við Sunnuhlíð, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form, (ágúst Hafsteinsson), dags. 21.12. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en fer fram á að gengið verði frá aðskilnaði milli húss og geymslu, (bílgeymslu) sbr. grein 113.6 .í byggingarreglugerð nr. 441/1998, með síðari breytingum.
4. Níels Hafstein, Safnasafninu, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að lengja glerskála við vesturhlið gamla samkomuhússins, suður af nýbyggingu, Safnasafnssins, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Ragnheiði Ragnarsdóttur, dags. 28.06.05, síðast breytt 05.03 2007.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
5. Sveinn H. Steingrímsson, Hafnarstræti 90, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð úr lögbýlinu Heiðarholti, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Klöpp, dags. febr. 2007, V 06-313.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Kristján B. árnason, Flögusíðu 2, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 28 í Heiðarbyggð, á jörðinni Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá árna Gunnari Kristjánssyni, dags. 23. nóv. 2006, verk nr. á06-021.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, með vísan til fyrirliggjandi bréfs sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps, dags. 23. febrúar 2007, þar sem fram kemur að sveitarstjórnin hafi samþykkt bókun skipulagsnefndar um endurskoðum á skipulagsskilmálum svæðisins.
7. Hannes óskarsson, Hjarðarlundi 7, Akureyri, sækir um leyfi til að stækka sumarhús á lóð úr jörðinni Guðrúnarstöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá HSá teiknistofu, (Steinmar H. Rögnvaldsson) dags. 05.03. 2007, verk nr. 07-1203.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. ívar Ragnarsson, Stafni, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús, (fjórbýli) á lóð nr. 2 við Meltröð, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá HSá teiknistofu, dags. 02.03. 2007, verk nr. 06-418.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
9. ívar Ragnarsson, Stafni, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús, (fjórbýli) á lóð nr. 4 við Meltröð, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá HSá teiknistofu, dags. 02.03. 2007, verk nr. 06-417.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
10. Fríða M. Stefánsdóttir, Rimasíðu 23 G, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 11 við Laugartröð, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 24.08. 2006, verkefni nr. 334.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
11. Atli Brynjar Sigurðsson, Miklagarði, Hjalteyri, Arnarneshreppi, sækir um leyfi til að skipta Miklagarði suðurhluta, sem eru skráðar tvær íbúðir í fasteignamati, í tvær fasteignir, samkvæmt meðfylgjandi frumdrögum frá HSá teiknistofu, dags. 05.11. 2003, verk nr. 03-214.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, enda verði skilað inn fullunnum teikningum og eignaskiptayfirlýsingu.
12. Bréf dags. 17. janúar 2007 frá stjórn Heiðarbyggðar, félags sumarhúsaeigenda í landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi.
Stjórnin lýsir áhyggjum sýnum vegna framkvæmda á svæðinu varðandi fok og umgengni. Skammt er síðan að tjón varð þegar þak fauk af húsi sem hefur verið í byggingu nokkuð lengi og ekki var búið að ganga frá öllum festingum.
Byggingarnefnd tekur undir áhyggjur stjórnarinnar, enda hefur hún staðið í stappi við suma lóðarhafa vegna framkvæmda sem ekki hafa verið samkvæmt lögum og reglum, eða verið farið eftir samþykktum nefndarinnar.
í bréfi frá 29. janúar 2003, sem þáverandi stjórn sumarhúsasvæðisins sendi byggingarnefnd kemur fram, að áhugi væri á að fá byggingarfulltrúa á aðalfund félagsins. Ekki hefur verið leitað eftir því við hann.
Byggingarnefnd telur æskilegt að byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar verði boðaðir á næsta aðalfund til að fara yfir hvernig mál hafa þróast á svæðinu og hvernig ber að standa að húsbyggingum sbr. lög og reglur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.30
árni Kristjánsson Bragi Pálsson
Hermann Jónsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð