Byggingarnefnd

55. fundur 11. janúar 2007 kl. 01:27 - 01:27 Eldri-fundur

Bygginganefnd 55. fundur


árið 2006, miðvikudaginn 13. desember, kl. 10.00, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 55. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Sólveig Hjaltadóttir, Smáratúni 7, Svalbarðseyri, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi í kjallara einbýlishússins að Smáratúni 7, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá árna Gunnari Kristjánssyni, dags. 23.11.2006, verk nr. á94-301. Fyrirhugað er að starfrækja heimagistingu í húsnæðinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


2. Níels Hafstein, Safnasafninu, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að lengja glerskála meðfram vesturhlið á núverandi íbúð Safnasafnsins (gamla Samkomuhúsinu), samkvæmt meðfylgjandi ófullgerðum teikningum frá Ragnheiði Ragnarsdóttur, dags. 22.10. 2006.
Byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en frestar endanlegri afgreiðslu þar til fullunnar teikningar liggja fyrir.

3. Kram-Hús ehf, Miðholti 4, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 38 við Kotbyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu-arkitektúr-hönnun, dags. 29.09. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Wilhelm V. Steindórsson, fyrir hönd landeiganda Leynings í Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir geldneytafjósi sem fyrirhugað er að reisa við fjósið í Leyningi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka íslands (Magnúsi Sigsteinssyni), dags. 26.10. 2006, verk nr. 0946-10, sbr. 8. tölulið 54. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Norðurorka, Rangárvöllum, Akureyri, sækir um leyfi fyrir borholuhúsi á virkjunarsvæði við Hjalteyri, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. maí 2003.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00

árni Kristjánsson Bragi Pálsson
Hermann Jónsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Jósavin Gunnarsson

Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð

Getum við bætt efni síðunnar?