Byggingarnefnd

52. fundur 11. desember 2006 kl. 23:02 - 23:02 Eldri-fundur

árið 2006, föstudaginn 18 ágúst, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 52. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Bent Hansson  Garðsvík Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að innrétta og breyta hlöðu í geldneytahús með legubásum á jörðinni Garðsvík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Landstólpa, dags.11.08.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en skila þarf inn nýjum teikningum undirrituðum af löggiltum hönnuði og lagfæra þarf þær í samræmi við athugasemdir frá eldvarnareftirliti.


2. Kjartan Pálsson Mógili 2, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð á jörðinni Mógili 2, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 27.06.2006, sbr. 4. tölulið 51. fundar byggingarnefndar frá 7. júlí sl.
Nú hafa verið lagfærðar á teikningu athugasemdir sem nefndin gerði og samþykki byggingarnefnd erindið.


3. ómar Friðriksson Hjarðarholti, Akureyri, sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi á lóð úr landi Heiðarholts, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Sæmundi óskarssyni dags. ágúst 2006.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem teikningar eru ekki fullgerðar og óundirritaðar.


4. Unnur Snorradóttir þórunnarstræti 133, Akureyri sækir um leyfi fyrir geymsluskúr á sumarhúsalóð í landi Austurhlíðar, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Sigurð Runólfsson.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Valdimar Gunnarsson Rein II, Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi fyrir 9 fermetra garðhúsi á lóð íbúðarhússins að Rein II, samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Svanlaug Sveinsson.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6. Eiríkur Páll Sveinsson Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir 5 fermetra Skemmu, bjálkahús á skógræktarlóð nr. 20 á jörðinni Hálsi Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá framleiðanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Eyjafjarðarsveit, Syðra-Laugalandi, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu til 2-3 ára við leikskólann Krummakot á Hrafnagili, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. júlí 2006. Viðbyggingin verður byggð sem 2 sambyggð sumarhús sem hægt verður að flytja burt á auðveldan hátt.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


8. Húsasmiðjan hf, Lónsbakka, Hörgárbyggð, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við verslunarhús að Lónsbakka, úr stáli, gleri og plasti, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teikninstofu dags. 17.07.2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


9. Ingi Arnvið Hansen, Norðurbyggð 3, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja 9 fermerta bjálkahús, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá framleiðanda á lóð nr. 2 á skipulögðu sumarhúsasvæði á jörðinni Steðja, Hörgárbyggð.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00


árni Kristjánsson, Bragi Pálsson
Kristján Kjartansson, Klængur Stefánsson
Pálmi Laxdal, Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?