árið 2006, þriðjudaginn 6. júní, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 50. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Með bréfi dags. 17. maí 2006 óskar Svalbarðssstrandarhreppur eftir umsögn vegna leyfis til áfengisveitinga í Sveitahótelinu þórisstöðum, Svalbarðsströnd. ábyrgðarmaður rekstrar er Stefán Tryggvason.
Byggingarnefnd samþykkir leyfisveitinguna fyrir sitt leyti.
2. Sverrir Páll Erlendsson, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 32 í Heiðarbyggð í landi Geldingsár, Svalbarðsströnd, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 16.05.06.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að samkvæmt skipulagsskilmálum á þessum stað skal þakhalli vera á bilinu 15 til 45 gráður og breyta þarf teikningum til samræmis við það.
3. Haukur Halldórsson, fyrir hönd eigenda Veigastaða I og Vaðla ehf, óskar eftir að fá að rífa gamla sumarhúsið sem kallað er Valhöll í landi Veigastaða 1, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd, dags. 18.05. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Randver Karlsson, Fosslandi 1, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja geymslu á lóð nr. 1 við Fossland, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðisstofu, dags. 02.06.2006, verk nr. 041201. Erindið hefur verið grendarkynnt fyrir íbúum við Fossland og eiganda jarðarinnar Syðri-Varðgjár.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
5. Hörður Guðmundsson, Svertingsstöðum II, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja fjós á lögbýlinu Svertingsstöðum II, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, ívari Ragnarsyni, dags. 21.04. 2006, verk nr. 06-501.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Bjarkey Sigurðardóttir, Gröf I, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lögbýlinu Gröf I, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jónasi Vigfússyni, dags. 20. maí 2006, verk nr. 2006-2.01.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að æskilegt gæti verið að hafa vatnssalerni á baðherbergi í svefnherbergisálmu. Jafnframt þarf að lagfæra teikningar vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.
7. Níels Helgason, Torfum, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja fjós og haugtank á lögbýlinu Torfum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tómasi Böðvarssyni-Teiknistofu, dags. maí 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40
Hreiðar Hreiðarsson Bragi Pálsson
Jónas Baldursson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.