Byggingarnefnd

49. fundur 11. desember 2006 kl. 23:00 - 23:00 Eldri-fundur

árið 2006, þriðjudaginn 9. maí, kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 49. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Grýtubakkahreppur sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og flóttaleið á 1. hæð í Grenivíkurskóla, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 08.04. 2004, breytt 08.05. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


2. Flosi Kristinsson, Höfða I, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhús sitt í Höfða I, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 26.04. 2006, verk nr. 96-213.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við þjónustuhús að Laufási, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 31.01. 2006, breytt 25.04. og 05.05. 2006.
Byggingarnefnd frestaði afgreiðslu erindisins á síðasta fundi og kom á framfæri tilteknum ábendingum sem hafa hlotið umfjöllun viðkomandi aðila.
Byggingarnefnd samþykkir því erindið.


4. Guðrún H. Bjarnadóttir, Barmahlíð 2, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja 15 fermetra gestahús á lóð Fífilbrekku B-2, Eyjafjarðarsveit og í nánd við það tvö garðhús 3,32 fermetra og 4,38 fermetra, sbr. meðfylgjandi myndir og afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Anna G. Grétarsdóttir, Ránargötu 12, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lögbýlinu Fornhaga II, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, dags. 30.03. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6. Sigurður þorgeir Karlsson, Smárahlíð 5 F, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð nr. 4 á Hjalteyri, Arnarneshreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.03. 2006, verk nr. 06-1202.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40

Hreiðar Hreiðarsson Bragi Pálsson
Hermann G. Jónsson Klængur Stefánsson
Jósavin Gunnarsson
Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?