Byggingarnefnd

46. fundur 11. desember 2006 kl. 22:47 - 22:47 Eldri-fundur

árið 2006, þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13.30, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 46. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Birna óladóttir, Sveinsstöðum, Grímsey, sækir um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsinu á Sveinsstöðum í Grímsey, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kristínu H. Jónsdóttur, dags. 10.01. 2006.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Gunnar Stefán ásgrímsson, Eiðum, Grímsey, sækir um leyfi til að byggja þurrheyshlöðu á lögbýlinu Eiðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningarskissum eftir ásgeir Magnússon.
Byggingarnefnd samþykkir erindið en fer fram á að skilað verði inn fullunnum teikningum.


3. Guðbergur Egill Eyjólfsson, Hléskógum, Grýtubakkahreppi, sækir um leyfi til að breyta fyrrverandi mjólkurhúsi í snyrtingar, vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 13.12. 2005, verk nr. 05-508.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


4. Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu, Svalbarðseyri, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af eldra skólahúsnæði, álfaborg, Svalbarðseyri samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form, dags. 30.10. 2005, verk nr. 45-13.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


5. Róbert Fanndal Jósavinsson, Litla-Dunhaga, Arnarneshreppi, sækir um leyfi til að byggja fjós með haughúsi undir á lögbýlinu Litla-Dunhaga, samkvænt meðfylgjandi teikningum eftir HS-Hönnunar Setrið ehf, dags. 23.12. 2005, verk nr. 05442-01.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


6. Bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála, dags. 4. janúar 2006, mál nr. 88/2005, ásamt afriti af kæru sem dagsett er 9. nóvember 2005 og fylgigögnum, þar sem kærð er afgreiðsla byggingarnefndar frá 4. október 2005 varðandi umsókn um viðbyggingu við gamla íbúarhúsið í Hraukbæ, Hörgárbyggð.  úrskurðarnefnd vísar til stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og óskar eftir að byggingarnefnd lýsi viðhorfum sínum til kærunnar og láti úrskurðarnefndinni í té þau gögn er orðið gætu til upplýsinga við úrlausn málsins.
Forsaga málsins er sú að Kristinn Björnsson, Kotárgerði 30, Akureyri, sótti um leyfi til að byggja við og endurinnrétta gamalt íbúðarhús á lögbýlinu Hraukbæ, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. júlí 2005, verk nr. 844.00.102.  Byggingarnefnd tók erindið fyrir á fundum 19/7, 18/8 og 4/10, 2005.
Byggingarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu, sbr. fundargerðir frá framangreindum fundum en vill koma eftirfarandi leiðréttingum og upplýsingum á framfæri:  það er rangt hjá kæranda að byggingar-nefndarmenn hafi ekki kynnt sér aðstæður á staðnum og má í því sambandi geta þess að formaður byggingarnefndar fór á staðinn fyrir byggingarnefndarfund þann 18. ágúst 2005 og varaformaður sem er úr Hörgárbyggð heimsótti húsráðendur og ræddi umrætt byggingarmál.  þar að auki eru byggingar-fulltrúi og fleiri byggingarnefndarmenn kunnugir á staðnum þannig að það er veruleg rangfærsla kæranda að halda því fram að enginn byggingarnefndarmaður hafi mætt á staðinn til að kynna sér málið.
Við fyrri afgreiðslu byggingarnefndar var álit hennar rökstutt með almennum hætti og bent á hugsanlega betri útfærslu, en þar sagði meðal annars: "Nefndin telur þau áform sem sýnd eru á teikningum ekki ásættanleg og felur byggingarfulltrúa að koma ábendingum um betra fyrirkomulag á framfæri við umsækjanda."  þannig var leitast við að leiða málið til farsælla lykta á grundvelli þeirrar reynslu og þekkingar sem byggingarnefndarmenn búa yfir.
Til viðbótar framangreindum leiðréttingum samþykkir byggingarnefnd að leggja fram umsögn árna ólafssonar, arkitekts, dags. 6. febrúar 2006, í von um að það faglega álit sem þar kemur fram nýtist sem gagnlegar upplýsingar við úrlausn málsins.
Byggingarfulltrúi vill láta koma fram, að Andrés sem hefur alfarið rekið þetta mál fyrir föður sinn meinaði byggingarfulltrúa um að fara á staðinn og taka myndir sem hann hugðist takta til að senda úrskurðarnefndarinni.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00

Hreiðar Hreiðarsson Bragi Pálsson
Hermann Jónsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Jósavin Gunnarsson

 

Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?