Byggingarnefnd

45. fundur 11. desember 2006 kl. 22:47 - 22:47 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 13. desember, kl. 10.00, kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 45. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:


1. Kríuveitingar ehf, Hafnargötu 17, Grímsey, sækja um leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum af veitingahúsi sem er viðbygging við verslunarhús í landi Sjálands, Grímsey, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.11. 2005, verk nr. 04202, sjá einnig 1. tölulið 24. fundar frá 20.04. 2004.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. K.F.J. Kranabílar, Rimasíðu 14, Akureyri, sækir um leyfi til að flytja sumarbústað úr Vaglaskógi á lóð nr. 7 í Kotabyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofunni sf., dags. í desember 1982, verk nr. 82021-1, sem til var af húsinu, en Adam Traustason hefur gert nýja afstöðumynd þar sem fram kemur staðsetning hússins á lóðinni.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Anna Karlsdóttir, Litluhlíð, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja sólskála við íbúðarhús að Litluhlíð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 21.11.2005, verk nr. 88-304.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


4. Guðrún C. þorgilsdóttir, Teigi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð úr landi árbakka, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Benedikt Björnsson, dags. 10. nóv. 2005, verk nr. 101105.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að miðað við fram lagðar teikningar er ekki ljóst hvort utanhúsklæðning á að vera bárujárn eða furuklæðning og mælst er til að tekin séu af tvímæli um það.


5. Guðmundur Jón Guðmundsson, f.h. Holtselsbúsins ehf., Holtsseli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að afmarka og innrétta framleiðslurými og starfsaðstöðu á millilofti í fyrrum fjóshlöðu fyrir rjómaísgerð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Teiknistofu Björns Jóhannssonar, dags. okt. 2005, verk nr. H05001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


6. Viðar þorbjörnsson, Dalsgerði 1 G, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 7 við Sunnutröð, Reykárhverfi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 10.11. 2005, verk nr. 03-301.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:20

Hreiðar Hreiðarsson Bragi Pálsson
Klængur Stefánsson Kristján Kjartansson
Jónas Baldursson
Jósavin Gunnarsson

Valtýr Sigurbjarnarson ritaði fundargerð.

árið 2005, þriðjudaginn 13. desember, kl. 11:30, var 4. jólafundur byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis haldinn að óseyri 2, Akureyri.
Formaður Hreiðar Hreiðarsson var fundarstjóri og Valtýr Sigurbjarnarson fundarritari.
Funarstjóri setti fundinn og bauð menn velkomna á árlegan jólafund, sérstaklega gesti fundarins þá, Magnús Arnarsson yfireldvarnareftirlitsmann frá Slökkvistöð Akureyrar og þröst Sigurðsson frá Opus ehf, verkfræði- & teiknistofu.  Hann greindi frá því að árið hefði verið annasamt, erindi aldrei fleiri og sum þeirra erfið úrlausnar.  Formaður ræddi starf nefndarinnaar almennt og kvað hlutverk hennar sífellt vandasamara og stundum nokkuð átakasamt.  þá bauð fundarstjóri Jósavin Gunnarssyni byggingarfulltrúa að taka til máls.

Jósavin ræddi störf byggingarnefndar á árinu.  það var annasamt og erindi hafa aldrei verið fleiri.  Haldnir voru 13 fundir með 150 erindum og gefin út 111 byggingarleyfi.  þetta er mikil aukning frá síðustu árum, en í fyrra voru 128 erindi og útgefin byggingarleyfi voru 88.  það er um 26% aukning á byggingarleyfum frá síðasta ári þrátt fyrir að bæði fyrrverandi Hálshreppur og Hríseyjarhreppur séu ekki lengur tilheyrandi starfsemi byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis, en byggingarfulltrúi veitir samt þjónust við byggingaraðila í gamla Hálshreppi.  þá ræddi hann um vottun einingarhúsa og hvaða breytinga væri þar að vænta.
Jósavin greindi einnig frá fundi, sem haldinn var nýlega, með forsvarsmönnum þeirra sveitarfélaga sem standa að embætti byggingarfulltrúa.  þar var rætt um vaxandi umsvif og aukna þörf fyrir vinnu við byggingar- og skipulagsmál.  Fram kom hjá fundarmönnum á þessum fundi að huga þyrfti vandlega að framtíðarskipulagi þessara mála og þar kæmu ýmsar útfærslur til greina varðandi stjórnskipulag og starfsmenn.  Niðurstaða fundarins var sú að forsvarsmenn viðkomandi sveitarfélaga mundu hugleiða hvernig þessum málun verði best skipað í framtíðinni.  Jafnframt kom fram að mikilvægt væri að frá byggingarnefnd kæmu tillögur um hverju helst þyrfti að breyta í skipulagi og mannaráðningum embættisins á næstunni.  þá þakkaði hann nefndarmönnum og öðrum samstarfsmönnum fyrir gott samstarf.

þá tók til máls Magnús Arnarsson.  þakkaði hann fyrir að vera boðið á fundinn og ræddi samstarfið við embættið, sem hefði gengið mjög vel.  Hann sagðist hafa afgreitt um 130 erindi frá byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðs á þessu ári.  Nokkrir erfiðleikar sköpuðust stundudm vegna þess hve seint teikningar bærust frá hönnuðum, en þá gæfist ekki nægjanlegur tími til að fara vandlega yfir þær.  Mikilvægt væri að vanda vel til verka og hann nefndi sem dæmi þátt sveitarstjórna og ábyrgð í því að nægt vatn væri til staðar, vegna eldvarna, þegar ný byggingarsvæði væru skipulögð.

þröstur ræddi umfang embættis byggingarfulltrúa og taldi í ljósi reynslunnar augljóst að ráða þyrfti annan starfsmann að embættinu sem gæti sinnt skipulagsmálum auk þess að geta leyst Jósavin af.  Fyrir löngu væri tímabært að hafa tvo starfsmenn yfir sumarið og vegna aukinna umsvifa mætti ekki dragast lengur að ráða annan starfsmann.
Formaður þakkaði Jósavin, Magnúsi og þresti fyrir fram komnar upplýsingar og hugleiðingar um starfsemi byggingarfulltrúa og hverju hugsanlega þyrfti að breyta.

Bragi taldi nefndina hafa unnið ágætt starf og þakkaði góða samvinnu við hlutaðeigandi aðila.

 

Jónas sagðist hafa komið inn sem varamaður og reyndar væri betra þegar það gerðist samfellt og oft, þar sem þá væri auðveldara að hafa heildaaryfirsýn yfir málin.  þá þakkaði hann fyrir gott samstarf.

Kristján taldi nefndina hafa unnið vel að málum og þakkaði viðstöddum fyrir ánægjulegt samstarf.

Klængur ræddi nokkur ariði í starfsemi nefndarinnar og samskiptin við sveitarstjórnirnar á svæðinu.  Hann þakkaði hlutaðeigandi fyrir gott samstarf.  þá spurði hann Magnús um gagnagrunn til notkunar vegna eldvarnarmála.

Magnús svaraði því til að afstöðumyndir lægju fyrir úr öllum sveitarfélögum nema Svalbarðsstrandarhreppi, en ekki hefði verið fylgt nógu vel eftir að bæta nýjum húsum inn á uppdrættina jafn óðum og bygg er.  Samkvæmt samningi sveitarfélaganna við Akureyrarbæ er það hlutverk Sökkvistöðvar Akureyrar að sjá um að uppfæra afstöðumyndirnar.

Hreiðar ræddi um hve vandratað væri meðalhófið.  Sveitarstjórnarmönnum væri oft vorkunn að takast á við flókin skipulagsmál og þrátt fyrir góðan vilja væri oft erfitt að finna lausnir sem væru við hæfi allra þeirra sem hagsmuna ættu að gæta.  Tíma þyrfti til að breyta hugsunarhætti og að menn áttuðu sig á mikilvægi skipulags og vandaðra og samræmdra vinnubragða í byggingarmálum.

Jósavin sagði að oft vantaði mikið á að aðilar sem keyptu land kynntu sér aðstæður nægilega vel og hvers mætti vænta um skipulagsskilmála og leyfi til framkvæmda.  Hann greindi frá nokkrum erfiðum málum sem upp hefðu komið m.a. vegna skipulagsmála í einstökum sveitarfélögum.  Einnig ræddi hann örðugleika sem oft yrðu vegna þess hve seint teikningar eða aðrar upplýsingar bærust frá hönnuðum, t.d. skráningartöflur.  Að svo mæltu þakkaði hann Magnúsi, Valtý, þresti og nefndarmönnum mjög gott samstarf á árinu.

Valtýr ræddi aðeins um skipulag embættisins byggingarfulltrúa.  Hann tók undir með þresti um að nauðsynlegt væri að meta stöðuna annað slagið og bregðast við auknum verkefnum með viðeigandi hætti og nú væri einsýnt að ráða þyrfti annan starfsmann.  Næsta vor yrðu sveitarstjórnarkosningar og mikilvægt væri að þeir sem hefðu reynslu af þessum störfum leggðu línurnar til framtíðar.  Valtýr þakkaði afar gott samstarf við byggingarfulltrúa, nefndarmenn og aðra þá sem að málum hefðu komið.

Að loknum umræðum var lögð fram eftirfarandi ályktun:

"Byggingarnefnd leggur áherslu á að annar starfsmaður verði ráðinn sem fyrst að embættinu.  Mikilvægt er að hann hafi þekkingu á skipulagsmálum, auk þess að geta leyst byggingarfulltrúa af og gengið í hans störf þegar þörf krefur.  þessi afstaða er rökstudd með mikilli aukningu verkefna hjá embættinu og vaxandi þörf fyrir vinnu að skipulagsmálum hjá viðkomandi sveitarélögum.  Nefndin væntir þess að þessari ábendingu verði vel tekið þannig að embætti byggingarfulltrúa hafi fulla burði til að takast á við þau verkefni sem framundan eru á komandi mánuðum og árum."

Formaður þakkaði byggingarfulltrúa og nefndarmönnum samstarfið og óskaði fundar-mönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Síðan sleit hann fundi, kl. 13:20.


Hreiðar Hreiðarsson, Bragi Pálsson, Jónas Baldursson, Klængur Stefánsson og Kristján Kjartansson.
Jósavin Gunnarsson, Magnús Arnarson, Valtýr Sigurbjarnarson og þröstur Sigurðsson.

Getum við bætt efni síðunnar?