árið 2005, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 44. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Herdís Ingvadóttir Skálateigi 1, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbureiningum á lóð nr. 1 við Brúnagerði, sem er skipulagt íbúðarhúsasvæði á jörðinni Brúarlandi Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Stefán Ingólfsson, dags. 13.03.2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.
2. Landssími íslands hf ármúa 25, Reykjavík , óskar efti leyfi byggingarnefndar til að byggja tækjahús á lóð í landi þórustaða 1, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá T.ark teiknistofu ehf, dags. 19.10.2005, verk nr. 109-91.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
3. Björgvin þórsson Aðalstræti 19, Akureyri , sækir um leyfi fyrir einbýlishúsi og sólskála á lóð úr jörðinni Jódísarstöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 8. maí 2005, verk nr. 050101.
Byggingarnefnd samþykkir erindið
4. Hestamannafélagið Funi Gránufélagsgötu 27, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja reiðskemmu á Melgerðismelum samkvænt meðfylgjandi teikningum eftir Jónas Vigfússon, verk nr. 2005,02, sbr.6. tölulið 43. fundar. Nú liggja fyrir gögn sem á vantaði.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Georg Hollanders, öldu, Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að endurbyggja og breyta hesthúsi sem er sambyggt íbúðarhúsinu í öldu í leikfangasmiðju, samkvæmt teikningum frá Opus teikni-& verkfrðistofu, dags 7. nóv. 2005, verk nr. 000708.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Sigríður ásný Ketilsdóttir, Finnastöðum Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja sumarhús með kjallara undir, á lóð á lögbýlinu Finnastöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ABS teiknistofu, dags. 27.10. 2005, sbr. 7. tölulið 43. fundar.
Nú liggja fyrir breyttar teikningar og samþykkir byggingarnefnd þær.
7. Fríða M. Stefánsdóttir, Rimasíðu 23 g, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbureiningum á lóð nr. 5 við Sunnutröð, Reykárhverfi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 31.10.2005, verk nr. 289.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.
8. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar , sækir um leyfi til að byggja sundlaug og 2 setlaugar við Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form, arkitektar-hönnuðir, verk nr. 050806. sbr. 11. tölulið 43. fundar.
Nú liggja fyrir breyttar teikningar þar sem athugasemdir byggingarnefndar hafa verið teknar til greina og samþykkir nefndin þær.
9. Fasteignir Akureyrar, Geislagötu 9, Akureyri , sækja um leyfi til að innrétta aðstöðu fyrir sérkennslu unglinga í íbúðarhúsinu Miðvík, Skjaldarvík, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-& verkfræðistofu, dags. 04.11.2005, verk nr. 031004.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.15
Hreiðar Hreiðarsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Hermann Jónsson
Bragi Pálsson Jósavin Gunnarsson