árið 2005, þriðjudaginn 4. október kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 43. fundar að óseyri 2, Akureyri.
Formaður Hreiðar Hreiðarsson setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Margrét Hildur Kristinsdóttir og þórður Stefánsson, Grenivík , sækja um leyfi til að byggja 7,2 fermetra hús á lós sinni við íbúðarhúsið að Túngötu 28, Grenivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Safnasafnið, Safnasafninu (þinghúsinu), Svalbarðsstrandarhreppi , sækir um leyfi til að byggja við og flytja ?Gömlu búð? og setja upp á lóðinni við Safnasafnið, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Ragnhildi Ragnarsdóttur, dags. 28.06.05, verk nr. 001, sbr. 2. tölulið 39. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda hafa þær umsagnir borist sem beðið var um og málið varða.
3. Sveinn Egilsson, Brekkulæk, Eyjafjarðarsveit , sækir um tímabundið leyfi til að staðsetja húsgám á lóð sinni við íbúðarhúsið í Brekkulæk.
Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi til eins árs.
4. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, öngulsstöðum I, Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á 7.660 fermetra lóð á lögbýlinu öngulsstöðum 1, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd frá júlí 2005 og samkvæmt meðfylgjandi teikningum Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 27.09.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Eiríkur Páll Sveinsson, Breiðabliki, Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja 2,7 fermetra viðargeymslu úr timbri á skógræktarlóð nr. 20 á lögbýlinu Hálsi, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Hestamannafélagið Funi, Gránufélagsgötu 27, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja reiðskemmu á Melgerðismelum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum eftir Jónas Vigfússon, dags. 4.október 2005, verk nr. 2005.02.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem leyfi landeiganda liggur ekki fyrir og endanlega afgreiðsla frá eldvarnareftirliti vantar.
7. Sigríður ásný Ketilsdóttir, Finnastöðum, Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð á lögbýlinu Finnastöðum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt yfirlitsuppdrætti frá febrúar 2000 og samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ABS teiknistofu, dags. ágúst 2005.
Byggingarnefnd frestar erindinu þar sem afstöðumynd er ófullnægjandi og grunnplan af kjallar er ekki sýnt á teikningu. Jafnframt bendir byggingarnefnd á að ef kjallari verður byggður að hann hefði sama grunnflöt og húsið, vegghæð lækkuð og jarðvegsfylling kæmi að framan.
8. Norðlenskir Aðalverktakar, Kili, Aðaldal , sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 10 við Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækni þing, verkfræðistofu, dags. 30.08. 2005, verk nr. 05.40.00.03, sbr. 11. tölulið 42. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda hefur það sem vantaði á síðasta fundi verið lagfært.
9. Norðlenskir Aðalverktakar, Kili, Aðaldal , sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 við Hjallatröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækni þing, verkfræðistofu, dags. 24.08. 2005, verk nr. 05.28.00.03, sbr. 8. tölulið 42. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda hefur það sem vantaði á síðasta fundi verið lagfært.
10. ármann Ketilsson, Skarðshlíð 26 e, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á tveimur hæðum á lóð nr. 7 við Hjallatröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH-arkitektúr-verkfræði-hönnun, dags. 29.09. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
11. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar , sækir um leyfi til að byggja sundlaug og 2 setlaugar við Hrafnagilsskóla, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Form, arkitektar-hönnuðir, dags. 15.09. 2005, verk nr. 050806.
Byggingarnefnd frestar erindinu, nefndin hefur alvarlegar athugasemdir við að ekki er tekið tillit til aðgengis fatlaðra eða hreyfihamlaðra við hönnun þessara íþróttamannvirkja, hvorki búnings, baðaðstöðu né að sundlaugarkari og bendir á síaukna notkun og kröfur hreyfihamlaðra um aðgengi að íþróttamannvirkjum. Hafa ber í huga að búnings og sturtuklefar tilheyra einnig íþróttahúsi og engin salerni fyrir hreyfihanlaða eru í íþróttaálmu.
Byggingarnefnd vísar til 70. greinar byggingarreglugerðar þar sem segir í tölulið 70.4: Sundlaugar ætlaðar almenningi skulu hannaðar með tilliti til aðgengis fyrir alla og skal enn fremur gætt ákvæða í heiðbrigðisreglugerð.
12. Auðbjörn Kristinsson, Skógarhlíð 10, Hörgárbyggð , sækir um leyfi til að byggja þriggja íbúða hús á lóð nr. 12 við Skógarhlíð, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 04.10. 2005, verk nr. 05-324, sbr. 12. tölulið 42. fundargerðar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en afgreiðsla sveitarstjórnar vegna grendarkynningar þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
13. Auðbjörn Kristinsson, Skógarhlíð 10, Hörgárbyggð , sækir um leyfi til að byggja þriggja íbúða hús á lóð nr. 14 við Skógarhlíð, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 04.10. 2005, verk nr. 05-324, sbr. 12. tölulið 42. fundargerðar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en afgreiðsla sveitarstjórnar vegna grendarkynningar þarf að liggja fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
14. B. Jensen ehf, Lóni, Hörgárbyggð , sækir um leyfi til að auka við starfsmannaaðstöðu við sláturhús sitt á Lóni, samkvæmt teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðistofu dags. 29.09. 2005, verk nr. 000103.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
15. Bréf frá Hörgárbyggð , dagsett 23. september 2005 þar sem sveitarstjórn fer þess á leit við byggingarnefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna afgreiðslu nefndarinnar, á erindi Kristins Björnssonar, þar sem hann sækir um leyfi til að byggja við og endurinnrétta gamalt íbúðarhús úr steinsteypu, sem byggt var 1930 á lögbýlinu Hraukbæ, sbr. 14. tölulið 41. fundar byggingarnefndar frá 18. ágúst 2005.
Byggingarnefnd telur að ekki hafi komið fram nein ný efnisatriði í þessu máli og þar af leiðandi séu engin rök fyrir breyttri afgreiðslu. Hvað skriflegan rökstuðning snertir er vísað til fyrri bókunar þar sem segir: "Byggingarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu, enda hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga nefndarinnar, sem byggingarfulltrúa var falið að koma á framfæri við umsækjanda. í gr. 8.2 í byggingarreglugerð segir: Byggingarnefnd skal m.a. meta útlitshönnun bygginga hvað varðar form, hlutföll, efni og næsta umhverfi. Nefndin telur þau áform sem sýnd eru á teikningum ekki ásættanleg og bendir á að t.d. bygging vestan við núverandi hús með tengibyggingu á milli væri betri kostur en framlagðar teikningar gera ráð fyrir".
Eins og þarna kemur fram er það skylda byggingarnefndar að meta tiltekin atriði og það hefur hún gert. Jafnframt bendir nefndin á hugsanlega leið til úrlausnar á málinu og rökstyður hún ákvörðun sína með því að framlagðar tillögur séu ekki ásættanlegar.
Engu er við þetta að bæta öðru en því að samkvæmt 39. grein í skipulags- og byggingarlögum er ákvæði um heimild til að skjóta ágreiningsmálum til úrskurðarnefndar finnist einhverjum rétti sínum hallað, sbr. einnig 8. grein nefndra laga.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.10
Hreiðar Hreiðarsson Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson Jónas Baldursson
Jósavin Gunnarsson
Fundargerð ritaði Valtýr Sigurbjarnarson