Byggingarnefnd

42. fundur 11. desember 2006 kl. 22:46 - 22:46 Eldri-fundur

árið 2005, þriðjudaginn 6. september kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 42. fundar að óseyri 2 Akureyri.
Varaformaður Klængur Stefánsson setti fundinn, en formaður var fjarverandi.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.

1. Jóhann Skírnisson, Klapparhlíð 28, Mosfellsbæ, f.h. Skarðs Dalsmynni ehf. , sækir um leyfi til að byggja gangnamannaskýli við útburðartjörn í landi Skarðs í Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


2. Lárus H. List, f.h. Kraga ehf, Gránufélagsgötu 31, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 19.07. 2005, verk nr. 05-310, sbr. 3. tölulið 40. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að eðlilegra hefði verið að húsið yrði staðsett austar á lóðinni með aðkeyrslu að vestan.


3. ICEFOX ehf, Höfn II, Svalbarðsstrandarhreppi , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús, einingahús frá Kananda, á lóð nr. 1, Vaðlabyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 17.07.05., verk nr. 279.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en vegna halla á lóðinni hefði verið eðlilegra að hanna hús á tveimur hæðum að hluta til. Nefndin bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


4. Helgi örlygsson, þórustöðum 7, Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja geymslu með austari langvegg á fyrrum fjóshlöðu á þórustöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, ívari Ragnarssyni, dags. 17.08. 2005, verk nr. 05-504, sbr. 5. tölulið 41. fundar.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, enda hafa þau viðbótargögn borist sem um var beðið við umfjöllun byggingarnefndar 18. ágúst sl.


5. Daníel þorsteinsson, ártröð 1, Eyjafjarðarsveit sækir um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á lóð nr. 9 við Skógartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Róbert Péturssyni arkitekt, dags. 5. september 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


6. Bragi Elefsen, Mosateigi 4, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 9 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 03.08. 2005, verk nr. 05-322.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


7. Anna Hulda Hjaltadóttir og Sigurður H. Kristjánsson, Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit , sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 2, við Hjallatröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá es teiknistofu, dags. 21.06. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8. Norðlenskir Aðalverktakar, Kili, Aðaldal , sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 við Hjallatröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækni þing, verkfræðistofu, dags. 24.08. 2005, verk nr. 05.28.00.03.
Byggingarnefnd frestar erindinu vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.  Sýna þarf sorpgeymslu á teikningum, sbr. 84. gr. í byggingarreglugerð.


9. Jón óðinn óðinsson, Valagili 7, Akureyri , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 8 við Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 27.08. 2005, verk nr. 05-325.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en bendir á að setja dyr milli þvottaherbergis og geymslu með tilliti til þess að geymsla og herbergi verði síðar bílskúr og geymsla, sbr. 113. gr. (113.6) í byggingarreglugerð.


10. Dýri Bjarni Hreiðarson, Skák Eyjafjarðarsveit , sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 9 við Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni-&verkfræðistofu dags. 15.08. 2005, verk nr. 050806.
Byggingarnefnd samþykkir teikningarnar.
Vegna erindis skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar, dags. 31. ágúst 2005, þar sem leitað er eftir afstöðu byggingarnefndar vegna þess að húsið fer lítillega út fyrir byggingarreit og víkur frá bindandi byggingarlínu, tekur nefndin fram að ekki verður séð að breytingin hafi áhrif á umhverfið, eða gangi á rétt annarra í nágrenninu, enda er einungis verið að hliðra húsinu til vegna rýmis fyrir bílastæði við húsið vegna snúningsaðstöðu nyrst í Sunnutröð.  Byggingarnefnd gerir því ekki athugasemd við þessa breytingu en bendir á að rétt sé að grenndarkynna hana þar sem vikið er frá skipulagsskilmálum, sbr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.


11. Norðlenskir Aðalverktakar, Kili, Aðaldal , sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 10 við Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Tækni þing, verkfræðistofu, dags. 30.08. 2005, verk nr. 05.40.00.03.
Byggingarnefnd frestar erindinu vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti.  Sýna þarf sorpgeymslu á teikningum, sbr. 84. gr. í byggingarreglugerð.


12. Auðbjörn Kristinsson, Skógarhlíð 10, Hörgárbyggð , sækir um leyfi til að byggja þriggja íbúða hús á lóð nr. 12 við Skógarhlíð, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu dags. 02.09. 2005, verk nr. 05-324.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins þar sem framlagðar teikningar eru ekki í samræmi við skipulagsskilmála svæðisins.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20


Klængur Stefánsson Hermann Jónsson
Kristján Kjartansson Jósavin Gunnarsson

Fundargerð ritaði
Valtýr Sigurbjarnarson

Getum við bætt efni síðunnar?