Byggingarnefnd

41. fundur 11. desember 2006 kl. 22:44 - 22:44 Eldri-fundur

árið 2005, fimmtudaginn 18. ágúst, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 41. fundar að óseyri 2, Akureyri.  Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.


1. Kristján H. Theódórsson, þingvallassstræti 26, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð nr. 18 í landi Geldingsár, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræði-stofunni Hamraborg, dags. 18.07. 2005, verk nr. 592.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en sýna þarf á teikningu björgunarop frá svefnlofti.
Einnig bendir nefndin á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.


2. árni Jónsson, Kotabyggð 1, sækir um leyfi til að byggja 9.4 fermetra garðhús á lóð nr. 1, í Kotabyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá framleiðanda af húsinu.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


3. Karl Karlsson, Karlsbergi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að reisa bílskúr o.fl. við íbúðarhúsið Karlsberg sem er lóð nr. 30 við Leifsstaði, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH-arkitektúr-verkfræði-hönnun, dags. 07.08. 2002, sbr. 4. tölulið 40. fundar, með breytingu dags.13.07.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


4. Gunnar Th. Gunnarsson, Leifsstöðum, Eyjafjarðarsveit, hefur sótt um leyfi til áfengisveitinga f.h. HOV, ehf, kt. 530297-2339 og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leitar umsagnar bygginganefndar vegna þess.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.


5. Helgi örlygsson, þórustöðum 7, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að byggja geymslu með austari langvegg á fyrrum fjóshlöðu á þórustöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu ívari Ragnarssyni, dags. 17.08. 2005, verk nr. 05-504.
Byggingarnefnd frestar afgreiðslu, þar sem það barst rétt fyrir fund og afgreiðsla frá eldvarnareftirliti þarfnast nánari skoðunar.


6. Ruval, ehf, Lyngholti 6, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3 við Laugartröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 15.5.2005, verk nr. 288, sbr. 14. tölulið 39. fundar og 7. tölulið 40. fundar.  Nú eru lagðar fram breyttar teikningar, dags. 3.8.2005.
Byggingarnefnd samþykkir teikningarnar.


7. Guðbergur Einar Svanbergsson, Flúðarseli 12, Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 1, Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðistofu, dags. 12.08. 2005, verk nr. 050802.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


8. Pétur Tryggvason og Hólmfríður Katla Ketilsdóttur, Finnastöðum, Eyjafjarðarsveit, sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3, Sunnutröð, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus, teikni- & verkfræðistofu, dags. 12.08. 2005, verk nr. 050701.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

 

9. Katla ehf., Melbraut 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 2 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 15.07. 2005, sbr. 6. tölulið 40. fundargerðar.  Nú hafa borist nýjar teikningar, dags. 3.8.2005, þar sem fram kemur að húsið verði vottað.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


10. Katla ehf., Melbraut 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 4 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 03.08. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


11. Katla ehf., Melbraut 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 6 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 03.08. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


12. Katla ehf., Melbraut 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 8 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 03.08. 2005.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


13. Hlíð hf, Hraukbæ, sækir um leyfi til að byggja starfsmannahús á lögbýlinu Hraukbæ, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá árna Gunnari Kristjánssyni, dags. 30. 07. 2005, verk nr. á05-021.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir starfsmannahúsið til 5 ára.


14. Kristinn Björnsson, Kotárgerði 30, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við og endurinnrétta gamalt íbúðarhús úr steinsteypu á lögbýlinu Hraukbæ, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf, dags. júlí 2005, verk nr. 844.00.101, sbr. 7. tölulið 40. fundar.
Byggingarnefnd vísar til fyrri afgreiðslu, enda hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga nefndarinnar, sem byggingarfulltrúa var falið að koma á framfæri við umsækjanda.  í gr. 8.2 í byggingarreglugerð segir:  Byggingarnefnd skal m.a. meta útlitshönnun bygginga hvað varðar form, hlutföll, efni og næsta umhverfi.  Nefndin telur þau áform sem sýnd eru á teikningum ekki ásættanleg og bendir á að t.d. bygging vestan við núverandi hús með tengibyggingu á milli væri betri kostur en framlagðar teikningar gera ráð fyrir.


15. Kristþór Halldórsson, Moldhaugum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu við eldra íbúðarhús á Moldhaugum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á.-teiknistofu, dags. 15.07. 2005, verk nr. 05-1102, sbr. 8. tölulið 40. fundar.  Nú hefur verið tekið tillit til ábendinga byggingarnefndar frá síðasta fundi.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


16. þorsteinn Rútsson, þverá, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að breyta hlöðu í fjós á lögbýlinu þverá, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka íslands, dags. 11.07. 2005, verk nr. 0901-10.
Byggingarnefnd frestar erindinu vegna athugasemda frá eldvarnareftirliti, einnig upplýsti byggingarfulltrúi að teikningar væru ekki að öllu leyti í samræmi við áætlanir þorsteins um breytingarnar og fer fram á að skilað verði inn nýjum teikningum.



Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.20

Hreiðar Hreiðarsson 
Hermann Jónsson
Klængur Stefánsson 
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson


Fundargerð ritaði
Valtýr Sigurbjarnarson

Getum við bætt efni síðunnar?