árið 2005, þriðjudaginn 19. júlí, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðar saman til 40. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður, Hreiðar Hreiðarsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi.
1. Ester Einarsdóttir, Holtagötu 8, Akureyri og Helga Einarsdóttir, Hjallalundi 20, Akureyri sækja um leyfi til að byggja við og endurinnrétta íbúðarhúsð á lóð með landnr. 153193, þengilbakka, Grýtubakkahreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Kollgátu, arkitektúr-hönnun, dags. 18.07.05.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
2. ICEFOX ehf, Höfn II, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 1 í Vaðlabyggð í landi Veigastaða, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, dags. 17.07.05., verk nr. 279.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða teikningu, en frestar afgreiðslu erindisins þar sem mænisstefna er ekki í samræmi við byggingarskilmála og húsið nær út fyrir byggingarreitinn.
3. Kragi ehf, Gránufélagsgötu 31 Akureyri, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 3 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 19.07. 2005, verk nr. 05-310.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagðar teikningar, en frestar endanlegri afgreiðslu, þar sem ekki liggur fyrir umsögn eldvarnareftirlits, en erindið barst við upphaf fundar.
4. Karl Karlsson, Karlsbergi, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi til að reisa viðbyggingu, bílskúr o.fl. við íbúðarhúsið Karlsberg, við Leifsstaði, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH-arkitektúr-verkfræði-hönnun, dags. 07.08. 2002.
Byggingarnefnd bendir á að byggingin fari út fyrir byggingarreitinn og tilfærsla á henni til suðurs með tiliti til aðkomu væri til bóta. Afgreiðslu frestað.
5. Guðrún H. Bjarnadóttir, Barmahlíð, 2 Akureyri, sækir um leyfi til að setja kjallara undir bílgeymslu og vinnustofu sem fyrihugað er að reisa á lóð nr. B4, Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit, sbr. erindi nr. 7, 15. mas sl. samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Stefáni Ingólfssyni, arkitekt, dags. 14.07.05, verk nr. 258.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
6. Katla ehf., Melbraut 2, Dalvíkurbyggð, sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóð nr. 2 við Birkihlíð, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Jóni Guðmundssyni, dags. 15.07. 2005.
Byggingarfulltrúi upplýsti að um væri að ræða innflutt einingarhús. Hvergi kemur fram í byggingarlýsingu eða á teikningum að svo sé. Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við húsgerðina, en bendir á að skv. 120. og 121. gr. byggingarreglugerðar skulu hús sem byggð eru með þessum hætti bera vottun frá viðurkenndum aðila.
7. Kristinn Björnsson, Kotárgerði 30, Akureyri, sækir um leyfi til að byggja við og endurinnrétta gamalt íbúðarhús úr steinsteypu á lögbýlinu Hraukbæ, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf, dags. júlí 2005, verk nr. 844.00.101.
Byggingarnefnd bendir á að gæta þurfi vel að útliti þegar byggt er við gömul hús. Nefndin telur ekki við hæfi að byggja við núverandi hús eins og fram kemur á framlögðum teikningum og felur byggingarfulltrúa að koma ábendingum um breytingar og lagfæringar á framfæri við umsækjanda. Afgreiðslu frestað.
8. Kristþór Halldórsson, Moldhaugum, Hörgárbyggð, sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu með timburklæðningu við eldra íbúðarhús á lögbýlinu Moldhaugum, Hörgárbyggð, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 15.07. 2005, verk nr. 05-1102.
í gr. 113 í byggingarreglugerð er hveðið á um stærð og hæð á bílgeymslum. Nefndin telur að lækka þurfi vegghæð á bílgeymslunni miðað við framlagðar teikningar og þar sem íbúðarhúsið er steinsteypt er eðlilegt að klæðning á bílgeymsluna sé valin í samræmi við það. Afgreiðslu frestað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.20
Hreiðar Hreiðarsson
Klængur Stefánsson
Kristján Kjartansson
Jósavin Gunnarsson
Fundargerð ritaði
Valtýr Sigurbjarnarson