árið 2014, þriðjudaginn 15. apríl, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 92. fundar að
óseyri 2, Akureyri. Formaður Hreiðar Bjarni Hreiðarsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Tera ehf, Gamla-Skólahúsinu, Grenivík, sækir um leyfi fyrir breytingum og viðbyggingu á
Túngötu 3, Grenivík (Jónsabúð). í húsnæðinu verður rekin verslun, veitingaaðstaða, Sparisjóður
Höfðhverfinga og skrifstofur sveitarfélagsins. Meðfylgjandi eru teikningar frá AVH teiknistofu dags. 17.02.2014.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Kjarnafæði hf, Fjölnisgötu 1b, Akureyri, sæki um leyfi fyrir
viðbyggingu við hús nr. 10 í húsasamstæðu fyrirtækisins á Svalbarðseyri. Viðbyggingin og rampur að henni er fyrir
vöruafgreiðslu. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus teikni-& verkfræðistofu dags. 03.03.2014, verk nr. 051001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. Rögnvaldur A. Sigurðsson, Dvergagili 6, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að
rífa gamalt sumarhús og byggja nýtt á lóð í landi Sigluvíkur Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá
teiknistofunni Arko, dags, 21.02.2014, teikn. nr. 101 og 102.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
4. Jóhannes Fossdal, Oddagötu 8, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að
gera íbúðarhúsið að Geldingsá, Svalbarðsstrandarhreppi, sem nú er skráð tvær eignir samkvæmt eignaskiptasamningi, dags.
01.09.1996 að einni eign, og fella þar með úr gildi eignaskiptasamninginn.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5. Einar Kolbeinsson, Bólstaðarhlíð, 541 Blönduósi,
sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð nr. 14 í Kotabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá
Stefáni árnasyni, dags. 25.03.2014, verk nr. 2014-005. Teiknigar sýna að byggja eigi húsið í tveimur áföngum. Fyrir liggur afgreiðsla
skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps, staðfest af sveitarstjórn.
Byggingarnefnd samþykkir erindið með því skilyrði að húsið verði byggt í einum áfanga eins og fram kemur í afgreiðslu
skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps. Nefndin telur þó, að þetta sé ekki heppilegt upphaf á íbúðarhúsi. Af þeim sökum
væri eðlilegast að húsið yrði fjarlægt, ef til þess kemur að byggt verði íbúðarhús á lóðinni.
6. Mælifell ehf, Háholti 2, Vopnafirði, sækir um leyfi fyrir
viðbyggingu við sumarhús á lóð nr. 13 í skipulagðri sumarhúsabyggð á jörðinni Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi
eru teikningar frá Opus teikni-& verkfræðistofu, breyting dags. 19.12.2013, verk nr. 000502.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
7. Jólagarðurinn ehf, Sléttu, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir
að byggja verslunarhús (Svartahúsið) á lóð Jólagarðsins, sem er úr landi Kropps, Eyjafjarðarsveit. Meðfylgjandi teikningar eru
frá H.S.á. teiknistofu, dags. 02.02.2014, verk nr. 14-601.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. Helgi Jóhannsson, Sílastöðum II, Hörgársveit, sækir
um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús mhl 03, sem er á lóð Sílastaða II. Meðfylgjandi eru teikningar frá Opus teikni-&
verkfræðistofu, dags. 14.03.2014, verk nr. 981001.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.15
Hreiðar B. Hreiðarsson Egill Bjarnason Björn Ingason
Elmar Sigurgeirsson Hermann Jónsson Jósavin Gunnarsson