árið 2013, föstudaginn 13. desember, kl. 10.00 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 91. fundar að óseyri 2, Akureyri. Formaður
Hreiðar Bjarni Hreiðarsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Sigurður Jónas Baldursson, Grenilundi 27, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að breyta
loðdýrahúsi í geymslur, trésmíðaaðstöðu o.fl. Húsið er staðsett á lóð sem heitir Grýta úr
jörðinni Grýtubakka I. Meðfylgjandi teikningar eru frá H.S.á. teiknistofu, dags. 11.12.2013, verk nr. 12-202.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, sækir um leyfi fyrir að
breyta íbúð sem er sambyggð Valsárskóla í skrifstofur og bókasafn. Meðfylgjandi teikningar eru frá teiknistofunni Form dags.
25.11.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. ósafl sf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir vinnubúðir,
gáma og verkstæði, sem sett hefur verið upp skv. áður veittu bráðabirgðarleyfi á athafnasvæði sem Vegagerðin hefur
úthlutað úr jörðunum Halllandi og Halllandsnesi vegna vinnu við Vaðlaheiðargöng.
Einnig er sótt um leyfi fyrir svefnaðstöðu, mötuneyti og eldhúsi sem einnig hefur verið reist skv. áður veittu bráðabirgðarleyfi á
gömlu tjaldstæði í landi Halllands. Meðfylgjandi eru teikningar undirritaðar af Sigurði Ragnarssyni sem sýna grunnmyndir að vinnubúðunum.
Sótt er um leyfi t.o.m. mars 2017.
Byggingarnefnd samþykkir erindið, en bendir á að skila þarf inn teikningum og skráningartöflum, sem uppfylla skilyrði til skráningar í
þjóðskrá.
4. Björn Steinar Sólbergsson og Hrefna Harðardóttir, Heiðartúni,
Eyjafjarðarsveit, sækja um leyfi fyrir að byggja sólstofu, viðbygging við íbúðarhúsið að Heiðartúni,
samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá Jóni Guðmundssyni, dags. 19.10.2013, verk nr. 279.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
5. Möðrufell ehf, Ytra-Felli, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að breyta
innréttingu á fjósi/hesthúsi í geldneytaaðstöðu á jörðinni Möðrufelli, Eyjafjarðarsveit. Einnig er sótt um að
sambyggð hlaða verði innréttuð sem fjárhús og fóðuraðstaða. Meðfylgjandi teikningar eru frá Magnúsi Sigsteinssyni, dags.
25.11.2013, verk nr. 1093-10.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Hörgársveit, sækir um leyfi fyrir stækkun á inngangi, setja lyftu o.fl. í
þelamerkurskóla, Hörgársveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá VA-arkitektum dags. 12.12.2013, verk nr. 1030.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
7. Páll Jóhannesson, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á lóð
nr. 3 í Arnarnesreit, sem er landspilda
úr jörðinni Arnarnesi, Hörgársveit. Meðfylgjandi teikningar eru frá Magnúsi H. ólafssyni dags. okt. 2013, verk nr. sum-13-6520.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. Víðir Björnsson, Brekkuhúsi 2a, Hjalteyri, sækir um stöðuleyfi fyrir
stýrishús sem staðsett er á Akureyri og verið er að endurbæta og breyta. Sótt er um tímabundið leyfi austan við verksmiðjubyggingarnar
á Hjalteyri, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi í 1ár.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.00
Hreiðar B. Hreiðarsson Egill Bjarnason Björn Ingason
Elmar Sigurgeirsson Hermann Jónsson Jósavin Gunnarsson