Byggingarnefnd

87. fundur 08. maí 2013 kl. 13:21 - 13:21 Eldri-fundur

árið 2013, þriðjudaginn 7 maí, kl. 15.00 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 87. fundar að óseyri 2, Akureyri. Varaformaður Egill Bjarnason, setti fundinn.

í upphafi fundar var tekið fyrir formannskjör í byggingarnefnd, þar sem árni Kristjánsson fráfarandi formaður nefndarinnar, annar fulltrúi Eyjafjarðarsveitar, er fluttur úr landi og hefur hann tilkynnt um afsögn úr nefndinni.
Varamaður Eyjafjarðarsveitar Hreiðar Bjarni Hreiðarsson kemur inn í nefndina sem aðalmaður og var hann kjörinn formaður byggingarnefndar. Tók hann síðan við stjórn fundarins.

Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:

1. Thomas Martin Seiz, Nolli, Grýtubakkahrepp, sækir um leyfi fyrir að byggja bílageymslu á jörðinni Nolli, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus teikni- & verkfræðistofu, dags. 31.08.2012, verk nr. 090903.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

2. ósafl sf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sækir um bráðabirgðaleyfi til þriggja mánaða fyrir vinnubúðir (verkstæði, skrifstofur gámar o.fl.) á athafnasvæði sem Vegagerðin hefur úthlutað á lóðum úr jörðunum Halllandi og Halllandsnesi, vegna vinnu við Vaðlaheiðargöng.
Einnig er sótt um bráðabirgðar byggingarleyfi fyrir svefnaðstöðu, mötuneyti og eldhúsi sem fyrirhugað er að staðsetja á gömlu tjaldstæði í landi Halllands. Meðfylgjandi eru ófullgerðar, óundirritaðar teikningar (erlend hönnunargögn að mestu) og myndir af fyrirhuguðum mannvirkjum sem bárust með tölvupósti.
Ekki liggja fyrir endanlegar umsagnir frá eldvarnareftirliti, heilbrigðiseftirliti og vinnueftirliti.
Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti, að veita leyfi til þriggja mánaða fyrir þeim mannvirkjum sem umsóknin kveður á um, meðan unnið er að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Endanleg staðsettning verður síðan í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Umsóknaraðila er bent á að úttekt þarf að fara fram á mannvirkjum af eftirlitsaðilum og starfsleyfi að ligga fyrir frá heilbrigðiseftirliti áður en starfsemi hefst. Einnig er farið fram á að skilað verði inn til byggingarfulltrúa teikningum undirrituðum af löggiltum hönnuði.

3. Páll Jónsson, Leifstaðabrúnum 13, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús að Leifsstaðabrúnum 13, einnig er sótt um leyfi fyrir þegar byggðum geymsluskúr. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Runólf þ. Sigurðsson, dags. 12.12.2012, nr. 12-113.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

4. Hrím ehf, Vættarborgum 74, 112 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir að byggja frístundahús á lóð nr. 13a í landi Leifsstaða, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Opus-teikni & verkfræðistofu, dags. 25.02.2013, verk nr. 120201.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

5. Leifur Guðmundsson, Klauf, Eyjafjarðarsveit, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús og bílskúr að Syðri-Klauf, sem er lóð úr jörðinni Klauf, samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Valbjörn ægi Vilhjálmsson, dags. 25.02.2013, verk nr. 12_09.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

6. Jón Valur Sverrisson, Heiðarlundi 4d, Akureyri, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóð í landi Gilsár 2, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu eftir Helga Val Harðarson, árituð af Birgi ágústssyni, dags. 15.04.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

7. Rósant Grétarsson, Byggðavegi 96, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á lóðinni nr. 6 í landi Rauðhúsa, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Magnúsi H. ólafssyni, dags. 23.01.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

8. Bréf frá Hörgársveit dags. 29. apríl sl. þar sem sveitarstjórn vísar til byggingarfulltrúa erindi frá Neyðarlínunni ohf, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, um að reisa lítið hús fyrir neiðar og öryggisfjarskiptasendi á Strýtu, Hörgársveit. Meðfylgjandi er teikning af húsinu frá VSG verkfræðiþjónustu og afstöðumynd.
Byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9. Fasteignafélagið Eik, Sóltúni 26, 105 Reykjavík, sækir um leyfi fyrir breytingum á innréttingu á ytra húsnæði Húsasmiðjunnar á Lónsbakka, Hörgársveit, einnig er sótt um að klæða utan anddyri á syðra húsinu. Meðfylgjandi teiknigar eru frá AVH teiknistofu, dags. 15.01 og 13.03.2013.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

10. Guðjón ármannsson og ásta Stefánsdóttir, Hlöðum II, Hörgársveit, sækja um leyfi fyrir breytingu á áður samþykktum bílskúr og byggja millibyggingu við íbúðarhúsið að Hlöðum II, samkvæmt meðfylgjandi teiknigum eftir Björn Jóhannsson, dags. í nóvember 2012.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.

11. Norðurorka hf, Rangárvöllum, Akureyri, sækir um leyfi fyrir 20 feta stálgámi sem klæða á utan með timbri á lóð Norðurorku við Hjalteyri. Gáminn á að nota fyrir vararafstöð. Meðfylgjandi eru teikningar frá Verkfræðistofu Norðurlands, dags. í janúar 2013, verk nr. 0752-00-0301.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45

Hreiðar B. Hreiðarsson Egill Bjarnason
Elmar Sigurgeirsson Björn Ingason
Pálmi Laxdal  Jósavin Gunnarsson

Getum við bætt efni síðunnar?