árið 2010, þriðjudaginn 2. nóvember, kl. 13.30 kom byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis saman til 80. fundar að óseyri 2,
Akureyri. Formaður árni Kristjánsson, setti fundinn.
Fyrir voru tekin eftirtalin erindi:
1. Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu, Grenivík, sækir um leyfi fyrir að byggja færanlegt
þjónustuhús við tjaldstæðið á Gernivík, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá AVH teiknistofu, A 101 og A 102, dags.
29.10.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
2. Eyþór Jósepsson, Háhlíð 2, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á
lóð nr. 17 í Sunnuhlíð við Grenivík, samkvæmt teikningum frá teiknistofunni Form, dags. 21.08.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
3. Stefán Tryggvason, þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að breyta
vélageymslu í hótel á jörðinni þórisstöðum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags.
10.10.2010, verk nr. 97-202. Einnig er sótt um leyfi fyrir tveimur 40 feta geymslugámum.
Byggingarnefnd samþykkir breytingarnar á vélageymslunni og stöðuleyfi fyrir gámana í 1 ár.
4. Svalbarðsstrandarhreppur, Ráðhúsinu, Svalbarðseyri, sækir um leyfi til að byggja gámaramp á
planinu austan við Ráðhúsið á Svalbarðseyri, samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd og hönnunarteikningu frá Verkís, dags.
11.07.2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
5. Haraldur Jónsson, Barðastöðum 21, Reykjavík, sækir um leyfi fyrir 6 fermetra gestahúsi á
lóð í landi Halllands, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu frá framleiðanda.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
6. Icefox ehf, Höfn II, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús á lóð
nr. 11 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 10.10.2010, verk nr. 10-302.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
7. Icefox ehf, Höfn II, Svalbarðsstrandarhreppi, sækir um leyfi fyrir að byggja einbýlishús á lóð
nr. 12 í Vaðlabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi, samkvæmt teikningum frá H.S.á. teiknistofu, dags. 10.10.2010, verk nr. 10-303.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
8. Eyrún Eyþórsdóttir, Heiðarlundi 5-c, Akureyri, sækir um leyfi fyrir frístundahúsi á
lóð í landi Stóra-Hamars II, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt teikningu frá Mannvit verkfræðistofu dags. 03.12.2009, verk nr. 3.141.255.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
9. Rósa Sveinbjörnsdóttir, Birkilundi 1, Akureyri, sækir um leyfi fyrir að byggja sumarhús á
lóð nr. 13 í Hrísaskógum, Eyjafjarðarsveit, samkvæmt meðfylgjandi teikningu A-1 frá Teiknistofunni Kvarða, dags. 14. sept. 2010.
Byggingarnefnd samþykkir erindið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00
árni Kristjánsson Hermann Jónsson
Egill Bjarnason Elmar Sigurgeirsson
Björn Ingason Jósavin Gunnarsson