70 . fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 20. apríl 2010 og hófst hann kl. 11:00.
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Birgir H. Arason, Bryndís Símonardóttir, Dórothea Jónsdóttir, Orri óttarsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði: Dóróthea Jónsdóttir, ritari.
Dagskrá:
1. 1003013 - Upplýsingakort um tjaldstæði
Guðrún kynnti hugmynd að bæklingi sem yrði dreift til allra gesta á tjaldsvæðinu. í honum yrðu reglur tjaldsvæðisins og
neyðarnúmer. Einnig yrðu áhugaverðir staðir í Eyjafjarðarsveit kynntir sem og þjónustuaðilar í sveitinni.
2. 1002017 - Samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit
Nefndin samþykkir að leggja til samþykkt með breytingum sem sveitarstjóra er falið að vinna í anda fundarins.
3. 1004014 - Umsókn um leiguafnot af eldhúsi gamla Kvennaskólans á Laugalandi
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælir með að reynt verði að verða við erindinu.
4. 0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Málinu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50