Atvinnumálanefnd

68. fundur 18. desember 2009 kl. 11:41 - 11:41 Eldri-fundur
68 . fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 17. desember 2009 og hófst hann kl. 10:00.
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Birgir H. Arason, Bryndís Símonardóttir, Orri óttarsson og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Bryndís Símonardóttir, .

á fundinn mætti einnig þröstur Jóhannesson.

Dagskrá:

1.     0912001 - Endurskoðun fjallskilasamþykktum í Eyjafirði og þingeyjarsýslum - 1.
Benjamín las upp bréf frá formanni nefndar sem kosin var á aðalfundi Eyþings í september s.l. Nefnd þessi skyldi hafa það hlutverk að vinna að heildarendurskoðun á fjallskilasamþykktum í Eyjafirði og þingeyjarsýslum, en síðan hún var stofnuð hefur nefnd á vegum Héraðsnefndar þineyinga fengið umrætt verkefni og því dregið sig út úr nefndinni. Stjórn Eyþings hefur falið þeim þremur sem eftir eru í nefndinni að vinna að endurskoðun fjallskilasamþykktarinnar á Eyjafjarðarsvæðinu. Birgi, Orra og þresti falið að koma athugasemdum Atvinnumálanefndar til skila til endurskoðunarnefndarinnar á fundi sem áætlaður er með þeim um miðjan janúar 2010.
         
2.     0908002 - Fjallskil og fjárgöngur 2009
Birgir fór yfir göngur haustsins og sagði frá því fé sem enn er á fjalli og ekki hefur tekist að ná á hús. Reynt verður að ná saman hópi vaskra manna til að handsama skjáturnar.
         

Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   11:30
Getum við bætt efni síðunnar?