Atvinnumálanefnd

64. fundur 20. apríl 2009 kl. 09:59 - 09:59 Eldri-fundur
64. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, föstudaginn 17. apríl 2009 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Arnar árnason,

Fundargerð ritaði:  Dóróthea Jónsdóttir , ritari

Dagskrá:

1.    0901006 - Handverk 2009
Dóróthea Jónsdóttir kynnti breytingar á framkvæmd handverkshátíðar 2009.
Unnið er að því að fá sem flesta íbúa sveitarinnar til liðs við hátíðina. Félög sveitarinnar munu fá tækifæri til að nýta sér möguleika til fjáröflunar með þátttöku á hátíðinni.


2.    0904003 - Fuglaskoðunarhús við Kristnestjörn
Sverrir Thorstensen kynnti sig - hann hefur unnið við merkingar á fuglum síðustu 30 ár víðs vegar á landinu og er í samstarfi við Hrafnagilsskóla um fuglamerkingar og fuglaskoðun. Hann upplýsti nefndina um fuglalíf í Eyjafjarðarsveit og víðar, en ekki síst um fuglalíf Kristnestjarnar. Hrafnagilsskóli hefur áhuga fyrir að koma fyrir fuglaskoðunarhúsi við Kristnestjörn og hefur leitað stuðnings atvinnumálanefndar við verkefnið. Atvinnumálanefnd hefur sótt um styrk til verkefnisins í Náttúruverndarsjóð Pálma Jónssonar.
Við Kristnestjörn er kjöraðstæður til fuglaskoðunar, en fjöldi fugla eru 25 tegundir eða 1/3 þeirra fugla sem verpa á íslandi. þar er til dæmis eini varpstaður Flórgoða í Eyjafirði og ýmsir aðrir fágætir fuglar. Húsið mun þjóna þeim tilgangi að fólk komist nær fuglunum til skoðunar án truflunar. Húsið er nú þegar í smíðum sem valfag í unglingadeild, en fé vantar til þess að ljúka verkinu og kaupa sjónauka og láta prenta myndir á plagöt, sem eru nauðsynleg í skýlinu.
þar þyrfti jafnframt að vera einfalt skilti sem vísar á fuglaskoðunarstaðinn. þór í Kristnesi hefur gefið heimild til niðursetningar á húsinu. Fuglaskoðunarhús eru í Eyrarlandshólma, í Hrísey, í Naustaflóanum og í Krossanesborgum er fjórða húsið, en þau eru eign Akureyrarbæjar. Nú er vinna í fullum gangi á landsvísu við að markaðssetja ísland sem fuglaland og sjálfsagt að Eyjafjarðarsveit hafi hag af því.
Atvinnumálanefnd lýsir yfir fullum stuðningi við þetta verkefni Hrafnagilsskóla.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   15:30
Getum við bætt efni síðunnar?