63. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, föstudaginn 6. mars 2009 og hófst hann kl. 10:30
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson,
Fundargerð ritaði: Dóróthea Jónsdóttir ,
Dagskrá:
1. 0903002 - Fljótandi áburður - kynning
Grettir Hjörleifsson og Helgi örlygsson kynntu hugmynd um fljótandi áburð. það er grein um þetta í nýjasta Bændablaði.
áætlað er að blöndun á áburðinum fari fram hér á landi. Lesa þarf út úr jarðvegssýnunum svo hægt
sé að blanda fyrir hvern og einn. Blöndun færi fram bæði á norðurlandi og suðurlandi. Kostnaður sá sami af áburði á hektara
en nýting á efninu væri mun betri. Novum ehf. er fyrirtækið sem mun setja þetta í gang fyrir sunnan og einnig hér. Er umboðsaðili á
íslandi. Helgi prófaði laufáburð í fyrra og virkaði það mjög vel í þeirri þurrkatíð sem var í
fyrrasumar.
Um er að ræða jarðvegsáburð á vorin og laufáburð þegar laufin er komin.
Best væri að staðsetja verksmiðju í Eyjafirði í samstarfi við Moltugerðina í þverá.
Með þessum Flexáburði fæst kraftmeira fóður og heilnæmara.
Mjög athyglisvert verkefni sem nefndinni finnst ástæða til að styðja við á einhvern máta.
2. 0903001 - Sögugarður í Eyjafjarðarsveit
Logi óttarsson sagði frá því að hann er að skoða möguleika á að koma upp sögugarði á Melgerðismelum í
Eyjafjarðarsveit.
3. 0903003 - Rafmagnsframleiðsla úr metangasi, frumkynning
Svanhildur ósk Ketilsdóttir Kynnti verkefni sitt um notkun metangas úr búfjáráburði í Eyjafirði. Gas og efnagreining er framkvæmd
í Svíþjóð. í máli Savnhildar kom fram að verkefnið er mjög og áhugavert fyrir bænur að skoða þennan
möguleika.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30