Atvinnumálanefnd

59. fundur 19. ágúst 2008 kl. 14:50 - 14:50 Eldri-fundur
59. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  á fundarstað 1, mánudaginn 18  ágúst 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson,

Fundargerð ritaði:  Dóróthea Jónsdóttir , ritari


Dagskrá:

1.  0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008

Eftirfarandi tillaga var tekin fyrir á fundinum og var hún samþykkt:

Tillaga starfshóps um fjallskil í Eyjafjarðarsveit

Starfshópinn skipa : Birgir Arason, Orri óttarsson og þröstur Jóhannesson

Lagt er til að núverandi eftirgjald og útreikningar verði aflagðir. áfram verði unnið eftir fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélög á svæði Héraðsnefndar Eyjafjarðar á eftirfarandi hátt:

í upphafi verði stofnaður fjallskilasjóður sem myndaður verði með eftirgjaldi, kr. 50.- á hverja ásetta kind í sveitarfélaginu.
Eyjafjarðarsveit leggi fram sömu upphæð við stofnun sjóðsins.

Fjallskilasjóður verði notaður til þess að greiða fyrir göngur á þeim svæðum þar sem enginn sleppir sauðkind.

árlega greiði sveitarsjóður umsamda upphæð til sjóðsins.

Greiðslur fyrir gangnarof renna í fjallskilasjóð.

Lagðar verði göngur á fjáreigendur eftir fjárfjölda þar sem þeir sleppa fé sínu, þó mismunandi eftir deildum og svæðum. Tilnefndur verði umsjónarmaður fyrir hverja deild.

Fjáreigendur sæki sitt fé sjálfir í þær réttir þar sem það kemur fyrir en þó aldrei yfir varnarlínur, um það sjái fjallskilastjóri.

Landeigendur sjái um að hreinsa afgirt heimalönd fyrir auglýsta gangnadaga.

Nefndin telur að þetta fyrirkomulag einfaldi framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu þar sem fjárlausir landeigendur eru leystir undan kvöð um gangnaskil eða greiðslur fyrir þau.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   22:30
Getum við bætt efni síðunnar?