57. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 29. maí 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Birgir H. Arason, Orri óttarsson, Bryndís Símonardóttir,
Fundargerð ritaði: Bryndís Símonardóttir ,
Dagskrá:
1. 0805027 - Fjallskil vor 2008.
Atvinnumálanefnd heimilar sleppingar á fé á afrétt þann 7. júní og hrossum þann 20.júní.
2. 0802015 - Girðingar - Vor 2008.
í Fjallskilasamþykkt frá 7. júní 2002, IV kafla, 11. gr. er fjallað um aðgerðir gagnvart þeim landeigendum sem ekki sjá um að
afréttargirðingar séu fjárheldar. Atvinnumálanefnd telur þær aðgerðir fullnægjandi og eðlilegt að efnd verði
ákvæði þessarar samþykktar.
3. 0805011 - Ljósleiðaravæðing í Eyjafjarðarsveit.
Gunnar Björn þórhallson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tengirs hf., mætti á fundinn og kynnti kostnaðaráætlun að
ljósleiðaralögn um Djúpadal og fremsta hluta Eyjafjarðardals. Samtals heim á 27 bæi. Heildarkostnaður við framkvæmd þessa hluta
Eyjafjarðarsveitar er 26.483.150 kr. Af því þarf sveitarfélagið að styrkja framkvæmdina um 20.000.000 kr. Með þessum hætti væru allir
þessir bæir tengdir ljósleiðara sem gefur möguleika á bestu miðlun sem völ er á í dag. Húseigendur ættu með þessu kost
á að leigja búnað frá Tengi og komast inn á ljósleiðarann fyrir 2.500 kr. mánaðargjald. Sjónvarps-, síma- og tölvusamband
yrði eins og það gerist allra best í landinu. Verði farið í þessa aðgerð fljótlega, mun henni geta verið lokið fyrir
áramót.
Atvinnumálanefnd er einhuga í máli þessu og skorar á sveitarstjórn að halda inn í framtíðina og bæta búsetuskilyrðin
fremst í sveitinni með ljósleiðaralögn. Nefndin óskar eindregið eftir því að sveitastjórn fái Gunnar Björn á fund til
sín og kynni sér þetta þarfa búsetumál til hlítar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:40