Atvinnumálanefnd

41. fundur 10. desember 2006 kl. 20:30 - 20:30 Eldri-fundur

41. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn á skrifstofu sveitarinnar, Syðra Laugalandi, mánudaginn 30. október 2006 kl. 20.30.

á fundinn mættu Benjamín Baldursson,  Birgir Arason, Orri óttarsson, Bryndís Símonardóttir, Dóróthea Jónsdóttir og Pétur Vopni frá RARIK Akureyri.

Dagskrá:


1. Raforkumál  - Kynning Pétur Vopni frá RARIK, Akureyri.
Pétur Vopni kynnti stöðu á raforkumálum, 3ja fasa rafmagni á Norðurlandi og þá í Eyjafjarðarsveit.  þrífösun í háspennu stendur til boða og gjaldskráin býður uppá flýtingu sem kostar ca 400 kr/metra.  Stefna RARIK er að allir fái 3ja fasa rafmagn þó framkvæmd þess sé ekki á dagskrá í Eyjafjarðarsveit á næstunni.  Fram kom í máli Péturs að tekið verði 3ja fasa rafmagn á alla staði sem enn hafa einfasa rafmagn ef virkjað yrði að Tjörnum.  þessir staðir eru til dæmis í Stóra-Dal, Villingadal og fram fjörðinn.  Nefndin er sammála um að skoða þurfi ástand rafmagnsmála á heimilum í sveitinni með tilliti til sveiflna í spennu.  Pétur mun senda upplýsingar með yfirliti frá RARIK um hvaða bæi vantar 3ja fasa rafmagn.  það gæti haft áhrif að senda inn erindi af hálfu nefndarinnar sem verður gert. 


2. Atvinnumálaumræða  - á hefðbundinn landbúnaður að víkja í forgangsröðun í Eyjafjarðarsveit.
Líflegar umræður en nefndin tekur ekki afstöðu til málsins.


3. Atvinnumálanefnd - innra skipulag.
Birgir lagði til að nefndin mótaði sér stefnu við umfjöllun og upplýsingaöflun um atvinnumál í sveitinni.  Bryndís kom með þá tillögu að kynna sveitina eins og hægt væri.  Niðurstaða nefndarinnar var að vinna markvisst að öflun upplýsinga um atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu og stefnt verður að kynningarfundi á grósku í atvinnulífinu í febrúar/mars.   


4. önnur mál.
önnur mál:
Bréf Jónatans Tryggvasonar Kvíabóli tekið fyrir þar sem hann kynnir hugmyndir um fljótabát á Akureyrarpolli.  ákvörðun tekin um að formaður svari erindinu. 
Bréf frá Hannesi Haraldssyni vegna refa- og minkaveiða, ásamt umfjöllun um átak um útrýmingu þeirra. 


Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 28.nóvember klukkan 13.00



Fleira ekki rætt og fundi slitið 23.10. / D.J.

Getum við bætt efni síðunnar?