Atvinnumálanefnd

56. fundur 14. maí 2008 kl. 13:28 - 13:28 Eldri-fundur
56. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, fimmtudaginn 8. maí 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Benjamín Baldursson, Dórothea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir, Birgir H. Arason, Orri óttarsson,

Fundargerð ritaði:  Dóróthea Jónsdóttir , ritari

Dagskrá:

1.  0805011 - Ljósleiðaravæðing í Eyjafjarðarsveit.
Gunnar Björn þórhallsson frá Tengi fjallaði um það hvernig búið væri að fara með ljósleiðara yfir á Grenivík austan megin og til Dalvíkur vestan megin.
Rætt var um að skoða skyldi fjarskiptavanda Eyjafjarðarsveitar þar sem fjölmargir bæir komast engan veginn í háhraðatengingu í dag.
Nú þegar er ljósleiðari kominn í Reykárhverfi, Laugaland, Kristnes og í stöðvarhús Djúpadalsvirkjunar. Alls telur Gunnar að leggja þurfi ljósleiðara ca 70 km af ljósleiðara til að tengja alla sveitina.
Til samanburðar fékk nefndin þær upplýsingar um að kostnaður við að leggja ljósleiðara á 59 bæi í Arnarneshreppi, um 15 km leið, var um 27 milljónir.
Leggja þarf sérstaka áherslu á að mæta þörfinni á þeim bæjum sem ekki hafa neina háhraðatengingu. þá er verið að tala um fremstu bæina, Gunnar telur það gæti gengið að fara um stöðvarhús Djúpadalsvirkjunar með tengingu sem næði fram í Hólsgerði. Nefndin telur að þetta svæðið þyrfti sérstakan forgang. Mögulega mætti ljósleiðaravæða sveitina í þremur áföngum.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að málið verði skoðað áfram með Gunnari, hér er um brýnt hagsmunamál að ræða fyrir íbúa sveitarinnar og horfa skal til framtíðar þegar kemur að fjarskiptamálum.


2.    0805012 - Kurlun trjágreina.
Bryndís Símonardóttir sagði frá verkefni um grisjun og nýtingu á trjákurli til jarðvegsbætingar að Háuborg, Eyjafjarðarsveit. Lausnin er umhverfisvæn, nýtist jarðveginum og getur dregið úr notkun tilbúins áburðar.
Nefndin beinir því til Umhverfisnefndar að kynna sér verkefnið og hvetur einnig bændur til að nýta sér þjónustu fyrirtækisins Tæting ehf. sem er tilbúið að fara milli bæja með tæki.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl. 
Getum við bætt efni síðunnar?