Atvinnumálanefnd

34. fundur 10. desember 2006 kl. 20:27 - 20:27 Eldri-fundur

34. fundur Atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar, opinn fundur í Funaborg, Melgerðismelum, fimmtudaginn 8. desember 2005 kl. 20.30

á fundinn mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir frá Atvinnumálanefnd ásamt fjórum frummælendum (sjá hér neðar) auk annarra fundargesta sem voru rúmlega 20 talsins. Birgir tók saman punkta um fundinn sem Sigríður vann upp úr í fundargerð.

Fyrir fundinum lá að kynna íbúum sveitarinnar atvinnumál og uppbyggingu þeim tengdum í sveitarfélaginu og voru fjórir aðilar fengnir til að halda framsögu: Aðalsteinn Bjarnason, Fallorku ehf., kynnti stöðu virkjunarmála síns fyrirtækis, Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri, fjallaði um stöðu handverksmála, Hjalti Páll þórarinsson, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, AFE, kynnti vaxtarsamning svæðisins og Jónas Vigfússon, formaður hestamannafélagsins Funa kynnti uppbyggingu á Melgerðismelum sem fram undan er.

Aðalsteinn fór yfir stöðuna í virkjunarmálum m.t.t. breyttra laga sem tóku gildi um síðustu áramót og hvaða áhrif það hefði á virkjanir. Hann kynnti fyrir fundarfólki þær framkvæmdir sem lokið er við Djúpadalsvirkjun og sem einnig eru þar í framkvæmd. Jafnframt sagði hann frá framtíðaráformum sínum í virkjanamálum og möguleikum þeim tengdum.

Bjarni rifjaði upp aðdraganda og sögu Handverkshátíðar ásamt því að kynna stöðu hennar nú en hún hefur verið haldin þrettán sinnum í Hrafnagilsskóla. Sveitarfélagið hefur stutt fjárhagslega við hátíðahöldin og nemur framlagið um það bil milljón á ári. Einnig kom Bjarni inn á umræður um handverksfulltrúa og með hvaða hætti hægt væri að samtvinna hans verkefni hátíð sem þessari.

Hjalti Páll kynnti fundarfólki vaxtarsamning Eyjafjarðarsvæðisins, áherslur sem lagt er á þar fyrir svæðið í heild og væntanleg margfeldisáhrif þess. Umfangið er stórt og viðamikið og miklir fjármunir sem liggja þar að baki.

Jónas fór yfir framkvæmdir á Melgerðismelum og framtíðaráform á svæðinu sem var á sínum tíma byggt upp árið 1976 vegna undirbúnings Fjórðungsmóts. Hafin er bygging á reiðskemmu og aðstöðu við hana auk þess sem hugmyndir eru uppi um fleiri hesthús, stækkun samkomusal í félagsheimili o.fl.

Nokkrar umræður urðu á fundinum að lokinni framsögu um erindin og fundarfólk almennt ánægt með kynningu sem þessa.


Fundi slitið kl. 23.00

Fundargerð: BA og SB

Getum við bætt efni síðunnar?