30. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 20. sept. 2005
á fundinn mættu Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir. Jón Jónsson boðaði forföll.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1) Fjallskil; smölun til þessa og framhald hennar, meðhöndlun mála er varða eftirlegukindur.
2) Fyrirtækjaleit á danska vísu
3) Opnir fundir í október og nóvember; tilhögun og fyrirkomulag.
4) önnur mál, s.s. girðingar, réttir o.fl.
1. Fjallskil
Bjarni Kristinsson hafði ekki fengið fundarboð á fundinn og því var ákveðið að fresta þessum lið til næsta fundar.
2. Fyrirtækjaleit á danska vísu
Fulltrúar frá AFE hafa ekki fundið fyrirtæki sem nýtt gæti raforku frá Djúpadalsvirkjun en eru í sambandi við danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þess háttar "fyrirtækjaleit". það fyrirtæki tekur enga greiðslu fyrir slíkt nema ef einhver niðurstaða kæmi út úr því og það finnist fyrirtæki sem fjárfestar hér væru reiðubúnir að skoða. Nefndarfólk er hlynnt því að sveitarstjóri hafi samband við fulltrúa AFE sem settu sig í áframhaldandi samræður við danska fyrirtækið.
3. Opnir fundir
Fyrirhugaður er opinn fundur um fjallskil þriðjudagurinn 18. október n.k. Hugmyndin með honum er að fá fram skoðanir á fyrirkomulagi fjallskila og umræðu vítt og breitt því tengdu. ætlunin er að halda hann í Sólgarði, auglýsa hann í dreifibréfi sveitarinnar og hvetja alla sem láta sig málið varða til að mæta. ákveðið var að Birgir og Sigríður hefðu framsögu út frá þeirra reynslu á breyttu smalafyrirkomulagi og að Jón kynni erindisbréf gangnaforingja. Formanni nefndarinnar er falið að panta húsnæði og auglýsa fundinn.
Fimmtudaginn 17. nóvember er komið að atvinnumálunum, þá er ætlunin að halda opinn fund þeim tengdum. Nánari útfærsla á honum yrði tekin fyrir á næsta fundi.
4. önnur mál
örðum málum frestað til næsta fundar sem fyrirhugaður er þriðjudaginn 4. október.
Fundi slitið kl.21.45. SB ritari