Atvinnumálanefnd

50. fundur 08. október 2007 kl. 09:39 - 09:39 Eldri-fundur
50. fundur Atvinnumálanefndar haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þann 27. september 2007.
Mættir voru eftirtaldir: Orri óttarsson, Birgir Arason, Bryndís Símonardóttir, Helgi örlygsson sem varamaður fyrir Dórótheu. Formaðurinn Benjamín Baldursson boðaði einnig forföll og tók Orri fundarstjórnina og skipaði BS ritara fundarins.
Gestur var Hólmgeir Valdemarsson.

Orri setti fundinn kl. 20:35 og bauð Hólmgeir velkominn og að hefja dagskrána.

1. Hólmgeir Valdemarsson ræðir atvinnumál í Eyjafjarðarsveit.
1. Hólmgeir vildi eiga skoðanaskipti við nefndina um hinar ýmsu hliðar atvinnumála í sveitarfélaginu.
a) Viðhorf sveitarfélagsins til öldrunarmála, en hann taldi að það mætti koma á þjónustu við aldraða innan sveitarinnar í stað þess að þeir flyttu til Akureyrar. Við það myndu skapast ný störf í sveitarfélaginu og veitt yrði betri þjónusta.
b) Hólmgeir vill sjá búsetuform sveitunganna í fjölbreytilegra formi en í litlum kjörnum sem hann kallar skipulagt kaos.
c) Hann veltir fyrir sér hvað þarf til að laða atvinnuvegi og fólk að sveitinni. þar nefnir hann m.a. betri internetþjónustu, hitaveitu um alla sveit, bætt sjónvarpsskilyrði, bundið slitlag, 3ja fasa rafmagn, almenningssamgöngur o.fl.
d) Eyjafjarðarsveit þarf að bjóða upp á t.d. lóðir fyrir atvinnufyrirtæki og frí gatnagerðargjöld, einmitt nú þegar er að þrengjast með pláss á Akureyri.
e) Nú er lag í ferðamannaþjónustu, þar sem búast má við stórauknum ferðamannastraumi á næstu árum, bæði með skipum og svo flugi vegna stækkunar flugvallarins. það þarf að koma á fót ýmis konar þjónustu til að mæta þessu og fá eitthvað af þessari köku.
f) Reiðvegamálunum verður að fara að ljúka og það farsællega til þess að Eyjafjarðarsveit geti orðið paradís hestamanna.

Mikil og fjörug umræða varð um þessar ágætu hugmyndir sveitunga okkar. Sýndist sitt hverjum, en áreiðanlega mikið til í því sem þarna kom fram. Munum við vinna áfram með þessi atriði á næstu fundum.

2. Fjallskil að afloknum göngum.
2. það smalaðist allmennt vel. Engin stórvægileg vandamál komu upp og allt var á réttu róli. Rétt er þó að fram komi auglýsing í sveitapóstinum þar sem óskað er eftir því að fólk láti vita verði það vart við fé á afréttum.

3. önnur mál:
a) Akfær vegur hefur verið lagður yfir Helgárgilið eins og um var rætt og er nú fært inn Garðsárdal að vestan. Mun þetta auka til muna öryggi þeirra sem þarna eru á ferð og gera eftirleitir auðveldari.
b) Hrossasmölun fer fram helgina 6. og 7. október og mun það verða auglýst í sveitapóstinum.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30.

BS.
Getum við bætt efni síðunnar?