29. fundur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 14. júní 2005 kl. 20.00 með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og fulltrúum atvinnumálanefndar.
á fundinn mættu Jón Jónsson formaður, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir úr atvinnumálanefnd og Magnús þór ásgeirsson frá Atvinnuþróunarfélaginu.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1) Fréttir frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, AFE
2) Sleppingar á afrétt
3) Störf Bjarna Kristinssonar fyrir nefndina
4) önnur mál
Magnús fulltrúi AFE vék af fundi að lokinni umfjöllun fyrsta liðar fundarins.
1. Fréttir frá AFE
Magnús sagði aðalfund AFE vera nýliðinn sem var haldinn í Hrísey. Reksturinn skilaði örlitlum hagnaði en markmið félagsins var að einbeita sér meira að færri og stærri verkefnum sem hefur gengið eftir. Mikið samstarf er við Impru Iðntæknistofnun og Frumkvöðlasetur Norðurlands og fólki er vísað á milli þessara aðila eftir eðli erindisins. Starfsmenn skipta nokkuð með sér verkum og hefur Halldór einbeitt sér meira að klasaþróunarverkefni Eyjafjarðarsvæðisins á meðan Magnús hefur sinnt öðrum verkefnum sem falla til.
Dýrustu verkefnin sem AFE vinnur eru gerð upp, um 10 talsins fyrir liðið ár og áður umrætt álþynnuverkefni hlaut mesta umfangið. Enn er verið að vinna í því.
Hvað varðar tækifæri fyrir minni virkjanir kemur stærðarhagkvæmni sterkt inn og fyrir vikið fáir kostir sem geta nýtt það sem hefur verið til umræðu hér í sveit. þó skoða fulltrúar AFE áfram einhverjar leiðir.
Handverksumræðan sem átti sér stað meðal þessa hóps fór þannig að bréf voru skrifuð til ráðuneyta sem það snerta. Viðbrögðin voru ekki mikil og róðurinn virðist erfiður á þessi miðin.
2.Sleppingar á afrétt
Vorað hefur seint og lítið hefur rignt en gróður er nú samt farinn að lifna, einkum þar sem væta nær til. Auglýstar hafa verið sleppingar, 15. júní fyrir sauðfé og 30. júní fyrir hross. Veitt hefur verið leyfi til að sleppa sauðfé á einum bæ vegna sérstakra aðstæðna og að því tilskyldu að viðkomandi aðili hafi samband við nágranna sína upp á undirbúning girðinga. Borist hafa erindi um að sleppa 10 hrossum fyrr vegna sérstakra aðstæðna og varð nefndin við því.
3. Auglýsingar og störf Bjarna Kristinssonar
Rætt var um að eftirfarandi atriði þyrfti að auglýsa í dreifibréfi sveitarinnar:
*Auglýsa aftur hvenær má sleppa hrossum, að fólk gefi upp hrossafjölda sem haldið er heima og skil á umsóknum um utansveitarhross.
*Auglýsa eftir umsóknum um undanþágu fjallskila vegna sauðfjár sem haldið er heima.
*Minna á viðhald fjallsgirðinga og að fjarlægja ónýtar girðingar.
*Auglýsa jákvætt viðhorf nefndarinnar er varðar smölun vegna sumarslátrunar.
Samþykkt var að Bjarni sendi tilbúnar auglýsingarnar á tölvupósti til nefndarfólks sem hefði síðan ákveðinn frest til að koma með athugasemdir.
Auk þess var samþykkt að Jón skoði erindisbréf gangnaforingja og velti fyrir sér hvort ástæða sé til breytinga og sendi til nefndarfólks fyrir næsta fund.
Bjarna var falið að vera áfram með eftirlit fjallsgirðinga en í fyrra tók hann svæðið frá Finnastöðum út að Hvammi. Mælt var með að eftirlitið yrði í ár frá Finnastöðum suður í Litla Dal auk annarra svæða ef grunur léki á lélegum girðingum og ef kvartanir bærust.
4. önnur mál
áhugi er meðal nefndarfólks að halda "opinn fund" fyrir áhugasama sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri eða hafa ábendingar um atvinnu- og fjallskilamál, nokkurs konar "kaffispjall."
Enn einu sinni hafa ábendingar borist um hross á afrétt í Ytra Dalsgerði. Nefndin óskar eftir að sveitarstjóri beiti sér fyrir lausn málsins og að sveitarstjórn skoði mögulegar leiðir á hvaða aðgerðir þarf til svo farið sé eftir þeim verklagsreglum sem nefndin vinnur eftir.
ákveðið var að halda næsta fund mánudaginn 8. ágúst n.k. til að fjalla um væntanlega gangnadaga.
Fundi slitið kl.22.15. SB ritari