49. fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 2. ágúst 2007 kl. 20.00.
á fundinn mættu Benjamín Baldursson, Birgir Arason, Orri óttarsson, Bryndís Símonardóttir og Helgi örlygsson sem mætti sem varamaður fyrir Dórótheu.
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1. Fjallskilamál -
a) tillaga að nýjum manni í starf fjallskilastjóra
b) göngur og réttir haustið 2007
c) girðingar
d) skipa þrjá aðila til að fjalla um hugsanlegar breytingar á fjallskilamálum Eyjafjarðarsveitar
a) í stað Bjarna Kristinssonar er lagt til að Birgir Arason taki við starfi fjallaskilastjóra.
b) Fyrstu göngur verða helgarnar 1. og 2., og 8. og 9. sept. Síðan verða aðrar göngur helgina 22. og 23. sept. Hrossasmölun fer fram 6. og 7. okt.
c) Enn er misbrestur á því að fjallsgirðingar séu fjárheldar og þess vegna vill nefndin að tekinn verði upp „girðingardagur“ þann 1. júní ár hvert, þar sem landeigendum sé gert að gera girðingar sínar gripaheldar fyrir þann tíma.
d) Nefndin tilnefnir þá Orra óttarsson og þröst Jóhannesson ásamt Birgi Arasyni til að fjalla um og koma með tillögur að breytingum á fjallskilamálum Eyjafjarðarsveitar.
2) önnur mál.
a) Orri bendir á að nauðsynlegt sé að koma á betra aðgengi að ákveðnum dilkum í þverárrétt, en þar mun vanta hlið á einhverja dilka. óskað er eftir því að starfsmaður sveitafélagsins fari, í samráði við réttarstjórana, og yfirfari réttir og nátthólf fyrir réttardagana.
b) Nauðsynlegt er hið bráðasta að taka ákvarðanir um framtíð þormóðsstaðaréttar, Jórunnarstaðaréttar og Vatnsendaréttar. þormóðsstaðarétt er að falli komin og getur orðið hættuleg skepnum, Jórunnarstaðarétt þjónar ekki lengur því hlutverki sem henni var ætlað og mætti flytja annað eða leggja hana niður. Vatnsendarétt mætti hugsanlega flytja á betri stað og nýta í hana efni úr fyrrum öldurétt sem nú er í geymslu. Birgi Arasyni er falið að ræða við hlutaðeigandi aðila og koma með tillögur til nefndarinnar.
c) Birgir bendir á að á síðasta ári var bókað í fundargerð að eyða skyldi njóla í réttum sveitafélagsins fyrir haustið 2007. það hefur ekki verið gert og vill nefndin árétta nauðsyn þess að slá hann sem fyrst og fjarlægja og að því verði lokið eigi síðar en 25. ágúst n.k. Einnig er nauðsynlegt að eitrað verði strax næsta vor.
d) á 42. fundi nefndarinnar var fjallað um stöðu rafmagnsmála sveitafélagsins og er ljóst að veruleg þörf er orðin fyrir þriggja fasa rafmagn þar sem það hefur ekki verið lagt. Viljum við beina því til sveitastjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því við RARIK leggi þriggja fasa rafmagn allsstaðar sem þess er þörf.
e) á 45. fundi var samþykkt að funda með umhverfisnefnd og skipulagsnefnd og munum við bjóða þeim til fundar með okkur í október n.k.
f) Fjallað var um vetrarveiði á ref í sveitinni. Sést hefur og heyrst í rebba í sumar í Staðarbyggðarfjallinu og er næsta víst að þar mun all nokkuð um ref og víðar.
g) Enn og aftur var fjallað um nauðsyn þess að lagfæra vegslóða fram í Helgársel. ákveðið að fela Orra að ræða við landeigendur og sveitastjóra og kanna hvort hægt er að fá einhvern gröfumann til að gera þetta fyrir hóflegt gjald og panta þau ræsi sem þarf til að hefja verkið.
h) Birgir leggur til að við gerum meira af því að skipta með okkur verkum innan nefndarinnar til þess að auka líkurnar á því að verk komist í framkvæmd og til þess að vinna betur að einstökum málum og þau síðan lögð betur unnin fyrir nefndina. Voru fundarmenn mjög sammála þessu.
i) Helgi leggur til að auglýst verði í sveitapóstinum um skráningu allra þeirra fyrirtækja og atvinnustarfsemi sem eru í sveitarfélaginu, hvort sem þau eru einmenningsfyrirtæki eða annað. á heimasíðuna vantar talsvert af minni atvinnustarfsemi sem vitað er að eru starfandi í sveitarfélaginu.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 23:00. /BS.
Næst fundur ákveðinn 27. september kl. 20:00.