Atvinnumálanefnd

18. fundur 07. desember 2006 kl. 00:49 - 00:49 Eldri-fundur

18. fundur atvinnumálanefndar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 9. mars 2004 kl. 20.30.

Mættir voru Jón Jónsson, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir, Vaka Jónsdóttir og Bjarni Kristinsson, búfjáreftirlitsmaður.  Birgir Arason boðaði forföll, Garðar Birgisson var boðaður til fundarins en mætti ekki. 

Dagskrá:
1. Samþykkt um hunda- og kattahald
2. Vorverk, girðingar o.fl.
3. önnur mál

 

1. Samþykkt um hunda- og kattahald
Jón og Bjarni hafa farið yfir samþykkt um hunda- og kattahald í Eyjafjarðarsveit og sendu plöggin út til fundarfólks með fundarboði.  Nokkur umræða varð um tryggingamál hunda og var ákveðið að Bjarni skyldi skoða tryggingar á hundum hjá tryggingafélögunum og í framhaldi af því að skoða orðalag í 2. grein.  Enn fremur varð umræða um kattamerkingar og mikilvægi þess í ljósi kvartana sem upp kunna að koma vegna flækingskatta.  Að öðru leyti er nefndin samþykk drögunum.
 
2. Vorverk, girðingar o.fl.
Fyrir Bjarna liggur að auglýsa ýmislegt þegar líða tekur á vorið.  Samkvæmt verklagsreglum er þar að finna auglýsingar um bann við lausagöngu búfjár á vegsvæðum, undanþágur frá fjallskilum, sleppingadagar á sauðfé og hrossum (sauðfé 20. júní og hross 1. júlí), hrossafjöldi haldinn heima (svara fyrir 1. júlí, halda þeirri dagsetningu og breyta í verklagsreglunum en þar stendur 15.júní), girðingar (gera við, hreinsa flækjur).  þá var ákveðið að senda fljótlega út í dreifibréfi nokkrar greinar úr nýju girðingalögunum sem vísa mætti til í girðingarumræðu síðar. 
Rætt var um ástand fjallsgirðinga í sveitarfélaginu.  Nauðsynlegt þykir að taka út hluta girðinganna með reglulegum hætti auk þess að bregðast við öllum kvörtunarmálum. 

 

3. önnur mál
Bjarni kynnti nefndarfólki bréf frá Veiðistjóra þar sem fram kemur enn frekari lækkunar á framlagi til refa- og minkaveiða.
Jón vinnur að því að koma á borgarafundi í samstarfi við AFE sem fyrirhugaður er fimmtudaginn 15. apríl í Laugarborg, sjá nánar um það í fundargerð atvinnumálanefndar með fulltrúa AFE frá því fyrr í kvöld.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 21.35  SB ritari

Getum við bætt efni síðunnar?