áttundi fundur atvinnumálanefndar Eyjafjarðarsveitar þriðjudaginn 25. febrúar 2003 kl. 20.00.
á fundinn sem að þessu sinni var haldinn á Punkti mættu Jón Jónsson, Birgir Arason, Páll Snorrason, Sigríður Bjarnadóttir og Vaka Jónsdóttir.
á fundinum var kynnt erindisbréf atvinnumála- og fjallskilanefnda og starfslýsing búfjáreftirlitsmanns, starf nýlega skipaðrar búfjáreftirlitsnefndar á Eyjafjarðarsvæðinu (svæði 18), endurskoðun á aðild Akureyrarbæjar um atvinnumál og vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarinnar vegna atvinnumála. Auk þess var vikið að öðrum málum.
Jón bauð fundarfólk velkomið og benti fundarmönnum á að fyrst og fremst yrði um að ræða kynningu á áður upptöldum atriðum. Nefndarfólk lýsti einróma ánægju með að vera loksins búið að fá erindisbréfið í hendurnar. Páll hafði lista yfir nokkur atriði sem snertu erindisbréfið og voru þau atriði rædd. í þeirri umræðu kom fram að verið væri að vinna að stefnumótun og skipulagi nefnda á vegum sveitarfélagsins. því væri eðlilegt að athugasemdir kæmu frá viðkomandi nefndum er það varðar. þannig var ákveðið að nefndarfólk kynnti sér vel nýtt erindisbréf í ljósi þess hvort eitthvað stangaðist þar á og betur mætti fara. Einnig kom fram að einhverjar upplýsingar eru til um hvað margir eru í hinum ýmsu störfum í sveitarfélaginu .
ýmsar umræður spunnust síðan út frá punktum Páls. þar bar enn og aftur á góma fjallaskilamál en Hérðsnefnd Eyjafjarðar gefur út og endurskoðar fjallskilasamþykkt innan ramma fjallskilalaganna. Gjaldskrá vegna fjallskila hér í sveit er ákveðin og samþykkt á fjallskilanefndarfundi og vísað áfram til sveitarstjórnar; landálagning fer eftir vísitölu og hitt tengist fjárfjölda hverju sinni. Fjallsgirðingarnar eru í misjöfnu ásigkomulagi og oftar en ekki í ólagi hjá sömu aðilunum ár eftir ár. Ekki er langt síðan girðingarlögin voru endurskoðuð og þáverandi nefnd sendi athugasemdir við drög þeirra sem því miður náðu ekki hljómgrunni. þannig er erfitt og dýrt að innheimta fyrir kostnaði ef til þeirra aðgerða yrði gripið að girða og/eða gera við fjallsgirðingar hjá viðkomandi aðilum. á síðasta fundi var fjallað um umsókn Ingibjargar á Gnúpufelli þar sem hún óskaði eftir niðurfellingu fjallskilagjalda fyrir árið 2002. þá þótti ekki rétt að veita henni undanþágu. þegar grannt var skoðað var hins vegar ekki auglýst í fyrravor um umsóknir er þetta varða. Með það í huga varð úr að helminga fjallskilagjöld Ingibjargar fyrir árið 2002, þ.e. þær álögur sem lagðar voru á hana vegna fjárins. þá fjallaði nefndin um að það þyrfti að gæta þess að auglýsa í tíma eitt og annað er varða fjallskilin. Nefndin var sammála um að það þyrfti að vera til einhvers konar "vinnulisti" með þeim atriðum sem huga þarf að árlega og þá nokkurs konar vinnuplagg sem búfjáreftirlitsmaðurinn gæti farið eftir og nefndin vildi að hann gerði. þannig yrði líka öll eftirfylgni auðveldari. það heyrir einmitt undir 6. grein í erindisbréfi atvinnumálnefndarinnar þar sem segir að nefndin skuli
?... setja sér verklagsreglur um framkvæmd og meðferð þeirra mála, sem snúa að eftirlitsskyldu hennar gagnvart landbúnaðinum ...?
ákveðið var að Sigríður skoðaði gamlar fundargerðir sameinaðrar fjallskilanefndar auk fundargerða þessarar atvinnumálanefndar og punktaði hjá sér atriði sem geta átt heima á slíkum "vinnulista." Hún yrði síðan í sambandi við Pál sem rissaði upp hugmynd að vinnuplaggi fyrir búfjáreftirlitsmann og sendir Jóni. Hver og einn viðstaddra var að auki beðinn um að fara yfir erindisbréf nefndar og koma með athugasemdir ef þurfa þætti. þá var nefndarfólk hlynnt því að það þyrfti að vera til nokkurs konar vinnureglur um hvernig tekið yrði á málum. þannig yrði farið eftir ákveðnu kerfi eða leið til að fylgja eftir máli sem upp kann að koma og varðar nefndina.
Reglugerð um hunda- og kattahald bar á góma og Jón fræddi nefndina á því að að svo stöddu lægi umfjöllun og ákvörðun um hana niðri hjá sveitarstjórn.
Upp kom umræða um hver og hvort stefna sveitarstjórnar væri í gróðurverndar- og umhverfismálum. Gróðurverndarnefnd er skipuð af Héraðsnefnd Eyjafjarðar og fylgir þar erindisbréfi en hvað varðar umhverfisstefnu þá er til fjögurra blaðsíðna umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar auk ólafsvíkuryfirlýsingarinnar (varðar kjarnorku) og staðardagsrkár 21. Sigríður er varamaður í gróðurverndarnefnd og ætlaði að kanna hverjir væru í henni. Jón sagði þessi mál öll í vinnslu hjá sveitarstjórn og nefndum og úrvinnslan kæmi fram í nýju aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar.
Heimasíðugerð hefur seinkað, til stóð að heimasíða Eyjafjarðarsveitar yrði tilbúin um mánaðarmótin febrúar, mars en Jón sagði það teygjast yfir í mars.
Ljóst er að starf nefndarinnar er víðfeðmt og getur oft á tíðum snert viðkvæm mál. Nefndarfólk ræddi það og að gæta þyrfti fyllsta trúnaðar í þeim efnum. Aðilar sem leita til nefndarinnar á einn eða annan hátt auk annarra sem koma að hinum ýmsu málum verða að geta treyst því að umfjöllun þeirra málefna sé haldin innan nefndarinnar og þá sveitarstjórnar ef hún berst þangað. Til stendur að aðilar nefnda undirriti blað um þagnarskyldu og var nefndin sammál um nauðsyn þess.
Nefndarfólki bárust fundargerðir nýskipaðrar búfjáreftirlitsnefndar á svæði átján vegna nýrra laga um búfjáreftirlit. Sunnlendingar hafa ráðið mann til búfjáreftirlits í árnessýslu en ljóst er að ekki verður farið eftir þessum lögum í vorskoðun sem nú liggur fyrir hér á þessu svæði og sami háttur hafður á innan hvers sveitarfélags og verið hefur. Kostnaður við búfjáreftirlit hefur verið tekinn saman í sveitarfélögunum og sagði Jón hann vera mjög misjafnan og í samræmi við umfangið sem er mjög mismunandi milli sveitarfélaga. Meðan allt er óljóst um hvernig verður með búfjáreftirlitið á svæðinu er rétt að fylgja því sem skapast hefur í sveitarfélaginu og vinna eftir því. Búfjáreftirlitsnefndinni er ætlað að móta tillögur að tilhögun í framtíðinni og gott fyrir nefndarfólk þessarar nefndar að huga að því ef það vill koma á framfæri málum tengdri þeirri starfsemi.
Jón sagði frá fyrirhuguðum breytingum gagnvart atvinnumálum hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafarðar, AFE. Eyjafarðarsveit hefur greitt til AFE í hlutfalli við íbúafjölda auk annarra aðildarsveitarfélaga sem að því hafa staðið. Auk þess hefur AFE fengið greiðslu úr sjóði Byggðastofnunar. Töluverð umræða spannst um þessi mál meðal viðstaddra. Fólk setti spurningarmerki við hvort væri hægt að nota það fjármagn sem fer frá Eyjafjaðarsveit til AFE í atvinnumálin á annan hátt í sveitarfélaginu og líta á sem nokkurs konar "áhættufjármagn." þá var ekki talið að hinn almenni borgari vissi nógu mikið um AFE, hvað það gerir, til hvers það er og hvernig viðkomandi gæti hugsanlega nýtt sér þá þjónustu sem þar er til boða. Eins þurfa líka að vera til einstaklingar sem þora að koma með hugmynd og fara með til úrvinnslu. í þessari umræðu var jafnframt minnst á að það vantar sárlega að skipuleggja lóðir með atvinnuhúsnæði í Eyjafarðarsveit í huga.
Pappírar um vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar vegna atvinnumála barst ekki fyrir fund þannig að þeirri umfjöllun var frestað. önnur mál hafa nokkuð fléttast inn í umræðuna og ekki tekin sérstaklega fyrir hér.
Fleira ekki rætt og fundi slitið. SB