Dagskrá:
1. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2023-2024 - 2409010
Lagt fram til kynningar, skýrsla verður kynnt nefndinni þegar hún liggur fyrir.
2. Norðurá - Gjaldskrá 1.01.2025 - 2410006
Lagt fram til kynningar og vísað til vinnu við fjárhagsáætlun. Óskað er eftir að áhrif gjaldskrárhækkunar Norðurár sé skoðuð fyrir næsta fund.
3. Gámasvæði - gjaldskrá - 2303021
Nefndin fer yfir magn og kostnað við rekstur gámasvæðis og frestar frekari umræðu til næsta fundar þegar nánari greining liggur fyrir.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að farið verði í innleiðingu á þriggja tunnu kerfi við heimili sem fyrst svo að plast og pappi sé aðskilinn við húsvegg og lagaskilirði séu uppfyllt.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gert verði ráð fyrir grenndarstöð í Hrafnagilshverfi í fjárhagsáætlun ársins 2025.
4. Umferðaröryggisáætlun 2024 - 2405022
Nefndin fer yfir áherslur vegna endurskoðunar umferðaröryggisáætlunar Eyjafjarðarsveitar. Nauðsynlegt er að endurskoða kaflann um Hrafnagilshverfi vegna þeirra umtalsverðu breytinga sem orðið hefur á umferð þar í kring með tilkomu nýrrar legu á Eyjafjarðarbraut vestri.
Nefndarmenn munu rýna í áætlunina fyrir næsta fund og skoða hvort tilefni sé til að endurskoða fleiri kafla í áætluninni í þessari yfirferð.
5. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2025 og 2026-2028 - 2409021
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40