Dagskrá:
1. Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar - 2110036
Afgreiðslu frestað til næsta fundar, óskað eftir að sveitarstjóri uppfæri lagatilvitnanir fyrir næstu umræðu.
2. Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir - Umsókn um leyfi til búfjárhalds - 2401016
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsóknin sé samþykkt og umsækjanda verði heimilt að halda 40 hross að Hrísum.
3. Gámasvæði - gjaldskrá - 2303021
Ágætlega hefur gengið með gjaldtöku á gámasvæðinu en helstu ábendingar starfsmanna á svæðinu snúast að því að bjóða uppá klippikort og hafa þeir trú á að slíkt muni hraða og einfalda afgreiðslu þeirra.
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að innleiða klippikort á gámasvæðinu, þá verði athugað með lausnir á rafrænu klippikorti.
4. Græn skref - 2404026
Minnisblað um stöðu á innliðeingu Grænna skrefa lagt fram til kynningar.
5. Þröm í Garðsárdal - 2404027
Atvinnu- og umhverfisnefnd ræðir landeign sveitarfélagsins að Þröm með það fyrir augum að koma landinu í nýtingu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að leitað sé til Lands og Skógar og kannað hvaða möguleikar eru varðandi svæðið í skógrækt.
6. Lækkun hámarkshraða á 822 Kristnesvegi - 2404029
Atvinnu- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tekið sé jákvætt í lækkun hámarkshraða á Kristnesvegi til samræmis við fyrirætlanir Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi á svæðinu. Þá bendir nefndin að auki á að mikilvægt sé að koma Kristnesvegi til suðurs aftur inn á vegaskrá og inn í viðhald Vegagerðarinnar enda muni það auka umferðaröryggi enn frekar á svæðinu, er það í samræmi við ábendingar sveitarfélagsins og umferðaröryggisáætlun þess frá árinu 2022 sem Vegagerðin hefur undir höndum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15