Atvinnu- og umhverfisnefnd

4. fundur 10. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Susanne Lintermann ritari

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2023 - Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2210025
Nefndarmenn taka aðra umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og 2024-2026.
Atvinnu- og umhverfisnefnd hyggst ráðast í gerð atvinnu- og nýsköpunarstefnu fyrir sveitarfélagið og áætlar að vinna við það taki um sex mánuði og kosti um 3,5 milljónir króna. Óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að gert sé ráð fyrir því í fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2023.

Lagt er til að gert sé ráð fyrir vísitöluhækkun á gjaldskrár flestra liða, sorphirðugjald og rotþróargjald verði óbreytt.
18% hækkun verði á dýraleifar vegna nýrra lagaákvæða sem krefjast þess að tekjur standi undir öllum kostnaði við úrgangsflokka, með þessari breytingu standa tekjur undir 80% af kostnaði við dýraleifar.

Nefndin bendir þó á að fyrirséð er að miklar breytingar verða í umhverfismálum tengt sorphirðu og að ráðast þurfi í gjaldtöku á gámasvæðinu út frá nýjum lögum á nýju ári. Vinna við undirbúning þess er hafin og verða tillögur þess efnis lagðar fyrir á nýju ári.

Að öðru leyti samþykkir nefndin fjárhagsáætlun atvinnu- og umhverfisnefndarinnar 2023 og 2024-2026.

2. SSNE - Endurskoðun Svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 - 2111020
Sveitarstjóri lagði fram athugasemdir vegna svæðisáætlunardraga um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Nefndin tók áætlunardrögin til umræðu.
Nefndin samþykkir athugasemdir við svæðisáætlunina sem fram koma í fyrirliggjandi gögnum og leggur til við sveitarstjórn að þeim sé komið til skila til SSNE.

3. Gjaldskrá sorphirðu 2023 - 2211007
Sveitarstjóri leggur fram minnisblað vegna söfnunar úrgangs á gámasvæði sveitarfélagsins og möguleikum í gjaldtöku á svæðinu sem sveitarfélagið verður að innleiða samkvæmt lögum sem taka gildi 1.janúar 2023.
Ljóst er að miklar breytingar verða innleiddar vegna lagaumgjarðarinnar og að endurskoða þarf aðgengi að opnum og óvöktuðum gámum sem hafa verið í boði í sveitarfélaginu. Þá er ljóst að gjaldskrár verður að endurskoða í heild sinni tengt sorphirðu.
Nefndin óskar eftir að unnið sé áfram með málið samkvæmt umræðum á fundinum og tekur málið aftur fyrir á næsta fundi.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

Getum við bætt efni síðunnar?