Atvinnu- og umhverfisnefnd

2. fundur 22. september 2022 kl. 16:45 - 20:15 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Kjartan Sigurðsson
  • Susanne Lintermann
  • Gunnar Smári Ármannsson
  • Aðalsteinn Hallgrímsson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Inga Vala Gísladóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Susanne Lintermann ritari

Dagskrá:

1. Birkifræsöfnun í Garðsárreit - 2209037
Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur boðið nefndarmönnum að vera viðstaddir setningu á landssöfnun á birkifræi sem fram fer í Garðsárreit.

2. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018
Nefndin skipar sér varaformann.
Formaður lagði til að Inga Vala Gísladóttir yrði varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.

3. Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar - 2209031
Nefndarmenn taka fyrstu umræðu í undirbúningi fyrir nýsköpunarstefnu sveitarfélagsins.
Nefndin ræddi almennt um Nýsköpunarstefnu og hugmynd að stefnumótunarvinnu í samvinnu við íbúa sveitarfélagsins.

4. Nýsköpunarsjóður - 2209032
Nefndarmenn taka fyrstu umræðu um uppbyggingu á nýsköpunarsjóð í sveitarfélaginu.
Nefndin tók fyrstu umræðu um mótun nýsköpunarsjóðs. Velt upp hvaða hlutverki sjóðurinn gæti spilað í uppbyggingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. Sjóðurinn gæti einfaldað sveitungum að taka fyrstu skrefin í þeim verkefnum sem þeir hafa hug á að vinna að.

5. Sjálfbærnismiðja í Eyjafjarðarsveit - 2209034
SÍMEY kannar áhuga Eyjafjarðarsveit áhuga á að skoða Sjálfbærnismiðju fyrir íbúa.
Sjálfbærnissmiðja frá SÍMEY var kynnt og tekið jákvætt í erindið. Nefndi felur formanni það að halda samtali áfram.

6. Verkefni atvinnu- og umhverfisnefndar og áherslur fyrir fjárhagsáætlun - 2209033
Nefndarmenn fara yfir verkefni nefndarinnar og ræða áherslur innan málaflokkanna í tengslum við fyrirhugaða fjárhagsáætlunargerð.
Nefndin felur formanni að athuga hver kostnaður væri við málþing um atvinnu- og nýsköpunarstefnu.

7. Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2021-2022 og áætlun um refaveiðar 2023-2025 - 2209013
Lagt fram til kynningar.

8. Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar - 1905022
Nefndarmenn kynna sér umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15

Getum við bætt efni síðunnar?