Helgiganga á föstudaginn langa

Lagt verður af stað gangandi frá Dalborg í Hrafnagilshverfi ( norðan við Gamla bæinn )  kl. 10 og gengið á bökkunum inn að Munkaþverárkirkju ( 4,5 km. önnur leið ). Einnig er í boð að þiggja far frá Dalborg kl. 11 að kirkjunni og ganga til baka. 

Helgistund fer fram í kirkjunni kl. 11.30 - 12.00. Er henni lýkur er gengið til baka í Dalborg þar sem boðið verður upp á vöfflukaffi og kassaklifur fyrir börn kl. 13.00 - 14.00. 

Frjáls framlög í styrktarsjóð Dalbjargar.