Kynningarfundur - Leikskólinn Krummakot og Hrafnagilsskóli nýbyggingaráform

Fréttir
Arkitektateiknignar
Arkitektateiknignar

Opinn fundur miðvikudaginn 24.júní klukkan 16:00-17:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla.

Undanfarna mánuði hafa verið í undirbúning drög af mögulegri byggingu við Hrafnagilsskóla sem hýsa á leikskólann Krummakot og ýmsa starfsemi Hrafnagilsskóla svo sem kennslustofur bóknáms þær sem nú eru staðsettar undir íþróttahúsi. Ráðgert er einnig að byggingin muni hýsa bókasafn sveitarfélagsins og eru þá meðal annars uppi hugmyndir um að hægt verði að byggja líkamsræktaraðstöðu á þaki búningsherbergja sundlaugarinnar.
Miðvikudaginn 24.júní klukkan 16:00 – 17:00 á að kynna hugmyndirnar fyrir íbúum sveitarfélagsins og verða arkitektar hússins þeir Sigurður Gústafsson og Garðar Guðnason frá OG Arkitektum á svæðinu þar sem fundargestum gefst færi á að spyrja og koma með athugasemdir.